Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 184
KENNARAR OG KUINUN
kennslustörfum miðað við hina sem sjaldan hugleiða þann möguleika. í ljós kom að
svo var, mest á þættinum tilfinningaþrot (p<0,001). I niðurstöðum kulnunarkvarðans
MBI er fyrst og fremst verið að leita skýringa á kulnun og kanna mun milli hópa.
Þátturinn hætta kennslu tilheyrir ekki álagsþáttum sem verið er að leita skýringa á.
Það að hugleiða að hætta kennslu er líklegra til að vera afleiðing af kulnun fremur en
orsök.
Einnig voru bornir saman hóparnir sem áformað hafa að hætta kennslustörfum
vegna vinnuálags annars vegar og launakjara hins vegar til að kanna hvort kulnun-
ar gæti í meira mæli hjá öðrum hvorum hópnum. í ljós kom að kulnunar virðist frek-
ar gæta hjá þeim fyrrnefndu, mest á þættinum tilfinningaþrot (p<0,001).
Þannig vegur vinnuálag þyngra en launakjör með tilliti til kulnunar.
Alags- og hvataþættir
Að lokum voru svarendur beðnir að nefna tvo þætti í forgangsröð sem þeir telja að
valdi þeim mestu álagi í starfi annars vegar og mestri hvatningu hins vegar. Margir
álagsþættir voru nefndir en tveir þeirra langoftast. Sá fyrrnefndi var vinnuálag, sem
reyndar var oftast tengt launakjörum (þ.e. mikil vinna miðað við laun og aðra
umbun) en alls nefndu hann 159. Hinn síðarnefndi var agaleysi og hegðunarvanda-
mál nemenda og nefndu hann alls 149. Undir fyrri þáttinn eru meðal annars flokkuð
atriði eins og sú tilfinning að „vera aldrei búinn", að ná ekki að sinna nemandanum
sem einstaklingi eins og skyldi, heimavinna ásamt ýmsum öðrum störfum tengjast
ekki beint kennslunni sjálfri.
Margir hvataþættir voru nefndir til sögunnar, langoftast áhugi, árangur og vellíð-
an nemenda (214) og samstarf, stuðningur og hrós samstarfsfólks (71).
UMRÆÐA
Niðurstöður sýna að hjá rannsóknarhópnum gætir kulnunar, en hún er minni en hjá
kennurum í rannsókn Maslach. Fylgni er ekki með sama hætti og hjá Maslach. Hún
er lítil milli starfsárangurs og tilfinningaþrots og á milli starfsárangurs og hlutgerv-
ingar í þessari rannsókn. Minna tilfinningaþrots og hlutgervingar gætir hjá íslensk-
um kennurum og þeir sjá meiri árangur af starfi sínu. Ástæður geta verið ýmsar, s.s.
mismunandi starfsaðstæður og kjör kennara, mismunur á menningarheimum, en
rannsókn Maslach er gerð í Bandaríkjunum. Einnig gæti mælitækið haft áhrif ef ein-
hverjar spurningar eiga síður við íslenskar aðstæður. í raun er erfitt að finna einhverj-
ar haldbærar skýringar á frávikum frá viðmiðunarrannsókninni þar sem margoft hef-
ur verið sýnt fram á ágæti MBI-mælitækisins í erlendum rannsóknum.
Lýðfræðilegir og starfstengdir þættir
Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að áhrif ýmissa lýðfræðilegra og starfstengdra
þátta eru engan veginn einhlítar og benda niðurstöður þessarar rannsóknar til hins
sama. Einungis kom fram marktækur munur á tveimur af þeim lýðfræðilegu þáttum
(aldur og hjúskaparstaða) sem spurt var um, mestur varðandi aldur. Yngri kennarar
182