Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 187
ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR
forgörðum. Hér er um þjóðhagslegt vandamál að ræða og einnig ímynd og sjálfs-
traust kennarastéttarinnar. Athyglisvert gæti verið að kanna viðhorf starfsstéttarinn-
ar til starfsins, hvaða gildi innri umbun, eigin hæfni og fagmennska hefur fyrir hana,
því mikil áhrif hefur hvort menn líta á starf sitt sem ævistarf eða viðkomustað um
stundasakir.
Mörgum kennurum finnast aga- og hegðunarvandamál nemenda mesti álagsþátt-
urinn í starfinu og nauðsynlegt að hafa skýr viðmið um það hvernig taka beri á
málum. Þessi niðurstaða gefur skólum og heimilum og öllum öðrum sem að skóla-
málum koma ástæðu til þess að taka enn þéttar saman höndum og vinna að því að
draga úr vandamálum af þessu tagi með forvarnarstarfi. í ljósi þeirra neikvæðu þátta
sem fram koma er athyglisvert að það sem hvetur flesta þá sem þátt tóku í þessari
rannsókn mest til starfa er áhugi, árangur og vellíðan nemenda. Það hugarþel sem
þeir bera til nemenda sinna gefur tilefni til þess að halda kyndlinum hátt á lofti og
láta neistann í starfi kennara loga glatt.
SAMANTEKT OG LOKAORÐ
I þessari grein hefur verið sagt frá rannsókn á kulnun í starfi meðal grunnskólakenn-
ara og leiðbeinenda í grunnskólum hér á landi. Megintilgangur rannsóknarinnar var
að kanna hvort kulnun í starfi sé fyrir hendi hjá rannsóknarhópnum. Það er niður-
staða höfundar að svo sé. í niðurstöðunum kemur fram hjá hvaða kennurum hennar
gæti helst og hvaða þættir í starfsumhverfinu séu miklir áhrifavaldar. Þar sem svör-
un var tæplega 60% ber að fara varlega í allar ályktanir um útbreiðslu kulnunar.
Kulnun er minni en hjá kennurum í rannsókn Maslach sem miðað var við, en 20 af 22
spurningum MBI-spurningalistans í þessari rannsókn flokkuðust með svipuðum
hætti og hjá Maslach. Flestar niðurstöður um áhrif persónu- og stofnanaþátta falla að
niðurstöðum sem fram koma í erlendum rannsóknum sem rannsakandi kynnti sér.
Áhersla var lögð á að skoða mun milli hópa, en þótt kulnunar gæti hjá einstökum
kennurum er ekki um veikleika hjá hverjum og einum að ræða og ekki er hægt að á-
lasa þeim einum saman. Samkvæmt kenningum Maslach eru það fyrst og fremst að-
stæður á vinnustað sem hafa mest áhrif ef um langvarandi starfstengda streitu er að
ræða. Stofnunin þarf að viðurkenna vandamálið, sé það fyrir hendi, og hafa frum-
kvæði að því að finna lausn. Nauðsynlegt er að starfsmenn séu fræddir um eðli og af-
leiðingar kulnunar og það virðist gefa góða raun að tengja fyrirbyggjandi aðgerðir
við starfs- og skólaþróun. Einstaklingar verða einnig að líta í eigin barm, en enginn
einstaklingur getur losað sig algerlega við kulnun eða einhver einkenni hennar þrátt
fyrir góðan vilja og varnartækni sem hann nýtir sér, ef stofnanalegir þættir eru upp-
spretta kulnunar. Það er þar sem ráðast þarf á vandann. Því hætt er við að einhliða
aðgerðir einstaklinga, s.s. að taka sér frí frá störfum um tíma, hafi aðeins skammtíma-
áhrif komi ekki til aðgerða af hálfu viðkomandi stofnunar. Kulnun er ekki vandamál
einstakra kennara heldur skólans og samfélagsins í heild og á því verða margir að
taka.
185