Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 197
BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON OG STEINUNN H. LÁRUSDÓTTIR
Samdar voru staðhæfingar um gildi tilfærslunnar fyrir skólastarf, s.s. stuðning
sveitarstjórna, fjárhagslegt sjálfstæði, stuðning foreldra, eftirlit og sérfræðiaðstoð. Þá
var spurt um breytingar á svigrúmi skólastjóra til stjórnunar. Kannaðir voru þættir
eins og möguleikar á að fela tilteknum starfsmönnum afmörkuð stjórnunarverkefni,
skipulag og framkvæmd sérkennslu, ráðstöfun á fjármagni til mikilvægra verkefna
og samvinnu kennara, svo eitthvað sé nefnt. Spurt var um að hve miklu leyti tilfærsl-
an hefði leitt til betra skólastarfs. Má þar nefna þætti eins og árairgur nemenda á sam-
ræmdum prófum, kennsluhætti, hegðun nemenda, viðhorf foreldra, og andrúmsloft
í skólanum. Að lokum var kannað hveririg skólastjórar raða viðfangsefnum miðað
við hversu mikinn tíma þau taka og hvort sú röð er eins og þeir telja æskilega.
Spurningalistinn var forprófaður á þeim skólastjórum sem veittu viðtölin. Endan-
leg gerð var síðan send til allra starfandi skólastjóra í grunnskólum í febrúar 2001.
Alls var spurningalistinn sendur til 180 skólastjóra og svöruðu 124 eða 68%.
NIÐURSTÖÐUR
Hér á eftir verður greint frá niðurstöðum könnunarinnar. Fyrst verður greint frá af-
stöðu skólastjóra til yfirfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, síðan sýnd af-
staða þeirra til þess hvort tilfærslan hafi skapað þeim meira svigrúm við störf sín sem
stjórnendur og því næst er greint frá mati skólastjóra á því að hve miklu leyti lögin
og tilfærslan hafi verið til bóta í tilteknum málaflokkum er tengjast skólastarfi. Að
lokum er fjallað um hvernig skólastjórar verja tíma sínum til mikilvægra málaflokka
og hvaða forgangsröðun þeir telja æskilega. Einnig er sagt frá því hvernig þeir raða
þessum viðfangsefnum með tilliti til þess hversu erfið þau eru og hve mikla ánægju
þau veita.
Afstaða til yfirfærslunnar
I Töflu 1 er greint frá afstöðu skólastjóra til staðhæfinga um áhrif af tilfærslu grunn-
skólans til sveitarfélaga. Þeir þættir sem teknir voru til skoðunar tengjast bæði um-
hverfi skólans og innri starfsemi hairs. Til einföldunar er fjögurra stiga kvarðinn mjög
sammála, sammála, ósammála og algerlega ósammála tekiniT saman í tvo flokka,
sammála og ósammála.
195