Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 198
HLUTVERK SKÓLASTJÓRA OG MAT ÞEIRRA
Tafla 1
Mat skólastjóra ó óhrifum af tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga
Sammála Ósammála
Möguleikar skólans til að móta innra starf sitt hafa aukist 86% 14%
Stuðningur sveitarstjórnar hefur vaxið 86% 14%
Fjárhagslegt sjálfstæði skólans hefur aukist 78% 22%
Fjárveitingar til skólans hafa aukist 77% 23%
Stuðningur foreldra við skólastarf hefur aukist 54% 46%
Hægt er að taka meira tillit til þarfa einstakra nemenda en áður Möguleikar skólans til að skipuleggja skólastarfið með 69% 31%
hliðsjón af þörfum nemenda hafa aukist 76% 24%
Eftirlit sveitarfélagsins með starfsemi skólans hefur aukist Nálægð við yfirvöld skólans gera starf skólastjóra erfiðara 69% 31%
en áður var þegar skólastjóri var starfsmaður ríkisins Möguleikar skólans til að mæta sértækum þörfum 32% 68%
umhverfisins hafa aukist 68% 32%
Skólastjóri hefur meira að segja um skipulag og starfshætti skólans eftir flutning hans til sveitarfélagsins 80% 20%
Skólinn verður fyrir meiri gagnrýni frá foreldrum en áður 39% 61%
Sérfræðiráðgjöf og stuðningur við skólann hefur aukist 41% 59%
Eins og sést á töflunni eru skólastjórar nokkuð eindregið þeirrar skoðunar að tilfærsl-
an frá ríki til sveitarfélaga hafi haft mjög jákvæð áhrif. Meirihluti þeirra sem svara,
eða um tveir þriðju hlutar skólastjóra eða meira, telja að flestir ofangreindir þættir
hafi aukist eða batnað við tilfærsluna. Athygli vekur að verulegur meirihluti skóla-
stjóra telur möguieika skólans til að móta innra starf sitt hafa aukist og að stuðning-
ur sveitarstjórnar við skólana hafi vaxið. Undantekningar eru þættir er varða stuðn-
ing foreldra og gagnrýni, sérfræðiráðgjöf og stuðning við skólann. í heild má líta á
þessar niðurstöður sem staðfestingu skólastjóra á því að sjálfstæði skóla hafi vaxið og
að ytra starfsumhverfi þeirra hafi verulega batnað vegna tilfærslunnar.
Kannað var hvort munur kæmi fram í svörum skólastjóranna eftir nokkrum bak-
grunnsþáttum, s.s. kyni, framhaldsnámi í stjórnun og búsetu. Marktæk tengsl komu
fram á milli svara skóiastjóranna við sex spurningum og því hvort þeir störfuðu við
skóla á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.
Hlutfailslega fleiri skólastjórar af höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni voru
sammála því að við tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga hefði stuðningur sveitar-
stjórnar vaxið (x2 (3, N=121)=9,4, p=0,024), fjárhagslegt sjdlfstæði skólans aukist (x2 (3,
N=121)=14,97, p=0,002), og eftirlit sveitarfclagsins mcð starfsemi skóians aukist (x2 (3,
N=121)=9,081, p=0,028).
Einnig komu fram tengsl milli svara skólastjóranna við spurningunni um hvort
skólastjóri hefði meira að segja um skipuiag og starfshætti skólans eftirflutning hans til sveit-
arfe'lagsins eftir því hvort þeir voru af höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni (x2 (3,
196