Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 200
HLUTVERK SKÓLASTJÓRA OG MAT ÞEIRRA
Eins og fram kemur í Töflu 2 telja skólastjórar að svigrúm þeirra til að hafa áhrif á
framkvæmd mála hafi aukist við tilfærsluna. I sjö þáttum af þeim fimmtán sem um
var spurt telja 60-73% skólastjóranna að þeir hafi meira svigrúm en áður. Þar ber
hæst aukið svigrúm til að ráðstafa fé til mikilvægra verkefna og til að ráða aðstoðar-
fólk. Að mati skólastjóranna hefur svigrúm einnig aukist talsvert til að skipuleggja
notkun kennara á nýjum upplýsinga- og tæknimiðlum, til að sinna skipulagi og fram-
kvæmd sérkennslu, ráðningum starfsmanna og til að fela tilteknum starfsmönnum
afmörkuð stjórnunarverkefni. Einnig telja þeir að svigrúm hafi aukist til að vinna að
útfærslu Aðalnámskrár. Þá telja um tveir þriðju hlutar skólastjóra sig hafa öðlast auk-
ið faglegt sjálfstæði. Flestir skólastjóranna telja aftur á móti svigrúm sitt að mestu
óbreytt við árganga- og fagstjórnun, skipulagningu á samvinnu eða samstarfi kenn-
ara, skipulagningu á samvinnu heimila og skóla og vinnu við þróunarverkefni'6.
Aðeins einn til tveir skólastjórar telja að svigrúm sitt hafi minnkað í ofangreindum
þáttum utan vinnu við skipulagningu á símenntun kennara en á því sviði telja átta að
svigrúm sitt hafi minnkað.
Athugað var hvort munur kæmi fram í svörum skólastjóranna eftir kyni, hvort
þeir hefðu framhaldsmenntun í stjórnun og hvort þeir störfuðu við skóla á höfuð-
borgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Marktæk tengsl komu fram í svörum skóla-
stjóranna við þremur spurniiTgum eftir því hvort þeir störfuðu við skóla á höfuðborg-
arsvæðinu eða á landsbyggðinni. Þá kom fram munur eftir kyni í svörum við tveim-
ur spurningum.
Hlutfallslega fleiri af landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu voru sammála því
að við tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga hefði svigrúm skólastjóra til að hafa
áhrif á framkvæmd mála við árganga- og fagstjórn (x2 (3, N=119)=ll,931, p=0,008) lítið
breyst. Þeir voru aftur á móti hlutfallslega fleiri af höfuðborgarsvæðinu en lands-
byggð sem töldu að möguleikar sínir á að fela tilteknum starfsmönnum afmörkuð
stjórnunarverkefni (x2 (2, N=120)=27,812, p=0,000) og ráðstafa fé til mikilvægra verkefna
(X2 (3, N=118)=12,063, p=0,007) hefðu vaxið.
Þá voru hlutfallslega fleiri konur en karlar sem töldu sig hafa meira svigrúm til að
hafa áhrif á framkvæmd mála við skipulagningu á símenntun kennara og annarra starfs-
manna (x2 (3, N=117)=8,401, p=0,038). Þetta hlutfall snýst við þegar spurt er um skipu-
lagningu á notkun kennara á mjjum upplýsinga- og tæknimiðlum. Þar telja karlar sig hafa
meira svigrúm en konur til að hafa áhrif á framkvæmd mála (x2 (3, N=116)=9,413,
p=0,024).
Breytingar til batnaðar
Megintilgangur með skipulögðum breytingum er að stuðla að umbótum. Yfirfærsla
grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, ásamt öðrum breytingum á lögum um grunn-
skólann, er þar engin undantekning. I Töflu 3 er að finna mat skólastjóra á því hvort
nokkrir lykilþættir í skólastarfi hafi breyst til batnaðar við tilfærsluna.
16 Rétt er að geta þess hér að þessi könnun var gerð áður en kjarasamningar frá 1. ágúst 2001 voru
undirritaðir, en þeir kunna að hafa áhrif á þessa afstöðu skólastjóranna.
198