Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 201
BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON OG STEINUNN H. LÁRUSDÓTTIR
Tafla 3
Mat skólastjóra á breytingum til batnaðar með grunnskólalögunum 1995
og tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga
Batnað Svipað Versnað
Áhugi kennara á skólastarfinu í heild 18% 80% 2%
Stjórnun skólans í heild 48% 50% 2%
Kennsluhættir 34% 65% 1%
Viðhorf foreldra til skólans 31% 66% 3%
Árangur nemenda á samræmdum prófum 16% 82% 2%
Umgengni nemenda 20% 77% 3%
Hegðun nemenda 22% 74% 4%
Andrúmsloftið í skólanum í heild 28% 70% 2%
Viðhorf almennings til skólans 39% 59% 2%
Viðhorf sveitarstjórnarmanna til skólans 59% 39% 2%
Viðhorf skólanefndar til skólans 52% 44% 4%
Stuðningur frá fyrirtækjum og stofnunum 14% 85% 1%
Virðing kennara fyrir starfi sínu 14% 83% 3%
Þegar taflan er skoðuð vekur athygli að skólastjórar eru þeirrar skoðunar að ofan-
greindir lykilþættir í skólastarfi hafi batnað og sumir umtalsvert. Mjög fáir, eða um
2-4%, telja að þeir hafi versnað.
Að mati skólastjóranna virðast jákvæð viðhorf til grunnskólans hafa styrkst tals-
vert í kjölfar fyrrgreindra breytinga. Mjög margir telja að viðhorf sveitarstjórnar-
manna hafi breyst til batnaðar sem og viðhorf skólanefnda, almennings og foreldra.
Þá vekur athygli að skólastjórar meta það svo að lögin og tilfærslan hafi leitt til þess
að stjórnun skóla hafi breyst verulega til batnaðar og sama gildi um kennsluhætti og
andrúmsloft í skólastarfinu.
Prófun á tengslum við fyrrgreindar bakgrunnsbreytur leiddi í ljós mun í svörum
skólastjóranna við aðeins tveimur spurningum. Marktæk tengsl komu fram í svörum
þeirra milli framhaldsnríiu í stjórnun og kennsluhættir. í hópi þeirra sem eru með fram-
haldsnám í stjórnun eru hlutfallslega fleiri en í hópi þeirra sem ekki eru með slíkt
nám þeirrar skoðunar að grunnskólalögin frá 1995 og tilfærslan hafi leitt til betri
kennsluhátta (yf (2, N=119)=8,100, p=0,017). Þá komu fram marktæk tengsl milli kyns
og umgengni nemenda en það eru hlutfallslega fleiri karlar en konur sem segja að um-
gengni nemenda hafi batnað (x2 (2, N=119)=6,361, p=0,042).
Helstu viðfangsefni skólastjóra
Hlutverk skólastjóra er yfirgripsmikið og viðfangsefnin margslungin. í þessari könn-
un var viðfangsefnum skipt í átta meginflokka eins og sést á Töflum 4 og 5. f þessum
hluta var spurt um sömu atriði og í könnuninni sem gerð var meðal skólastjóra árið
1991. Var það gert til að skoða hvort miklar breytingar hefðu orðið á hlutverki þeirra
en á þessum tíma hafa veigamiklar kerfisbreytingar verið gerðar á lögum um grunn-
skóla.
1 Töflu 4 er greint frá röðun mikilvægra viðfangsefna eftir því hversu mikinn tíma
199