Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 202
HLUTVERK SKOLASTJORA OG MAT ÞEIRRA
Tafla 4
Röðun mikilvægra viðfangsefna eftir því hversu mikinn tíma þau taka að jafnaði
og eftir því hve miklum tíma skólastjórar vildu verja í sömu viðfangsefni
Röðun
Viðfangsefni/málaflokkur Raunveruleg Ákjósanleg Munur
Námskrárvinna (vinna við framkvæmd aðalnámskrár, skólanámskrá, sjálfsmat skóla, þróunarverkefni og önnur störf er varða kennsluhætti, kennsluskipulag, námsefni o.fl.) 5(2) i(i r 4(1)
Starfsfólk (ráðningar, ráðgjöf og stuðningur, mat o.fl.) 3(5) 5(6) 2(1)
Stjórnun (rekstur, skrifstofuhald, fjármál, bréfaskriftir, skýrslugerð o.fl.) 1(1) 6(5) 5(4)
Málefni nemenda (fundir, ráðgjöf, skipulagsvinna vegna félagsstarfa, samstarf við foreldra o.fl.) 2(3) 4(3) 2(0)
Hegðun nemenda (skólareglur, mætingar, hegðunarvandkvæði, samstarf um úrlausnir o.fl.) 4(4) 9(8) 5(4)
Skólahverfið (fundir með samtökum foreldra og foreldraráði, viðræður við foreldra, ráðgjafa og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa) 8(7) 7(7) 1(0)
Skólaskrifstofa/fræðsluyfirvöld (fundir, nefndarstörf, skýrslugerð, upplýsingagjöf o.fl.) 7(9) 8(9) 1(0)
Endurnýjun í starfi (lestur fræðibóka og greina, námskeið, ráðstefnur o.fl.) 9(8) 3(4) 6(4)
Áætlanagerð (skipulagsvinna og áætlanagerð til langs tíma (t.d. hálft til eitt ár) svo sem starfsáætlun fyrir næsta skólaár, áætlanir um byggingar og viðhald, endurmenntun starfsmanna o.fl. 6(6) 2(2) 4(4)
30 (18)
* Tölur í svigum sýna niðurstöður sambærilegrar könnunar frá 1991.
Eins og kemur fram í Töflu 4 vilja skólastjórar helst vinna að málum sem varða fram-
tíð skólans og setja því námskrárvinnu og áætlanagerð í tvö efstu sætin, en í raun skipa
þessi viðfangsefni fimmta og sjötta sæti. Stjónuw er tímafrekasti þátturinn og málefni
nemenda taka einnig meiri tíma en skólastjórar telja æskilegt en þau eru í öðru sæti
yfir verkefni er taka mikinn tíma. Þá verja skólastjórar talsverðum tíma í málefni tengd
starfsfólki en þau eru í þriðja sæti yfir tímafrek viðfangsefni. í neðsta sæti er svo end-
urnýjun í starfi.
Það vekur athygli að röðunin 2001 og 1991 er svipuð. Það sem helst ber í milli er
að nú setja skólastjórar námskrárvinnu í fimmta sæti yfir tímafrek viðfangsefni en áður
200