Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 203
BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON OG STEINUNN H. LÁRUSDÓTTIR
í annað sæti. Þátturinn starfsfólk er nú í þriðja sæti en var í fimmta sæti í könnuninni
1991. Ákjósanleg röðun viðfangsefna er hins vegar nánast eins hjá skólastjórunum
1991 og 2001.
í könnuninni 1991 kom fram að bilið milli raunverulegrar og ákjósanlegrar röðun-
ar var 18 sem var hið sama og fram kom í bandarískri könnun sem var höfð til hlið-
sjónar (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson, Steinunn Helga Lárusdóttir 1994).
Bandaríska könnunin sem höfð var til hliðsjónar leiddi jafnframt í ljós að bilið var að-
eins átta hjá þeim skólastjórum sem töldust skilvirkir í starfi (McCleary og Thomson
1979). Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að fyrri könnunin var gerð meðal ís-
lenskra skólastjóra hefur þetta bil vaxið úr 18 í 30. Það merkir að skólastjórar telja sig
nú í mun minna mæli en fyrir tíu árum verja tíma sínum til þeirra viðfangsefna sem
þeir helst kjósa.
Með sama hætti og 1991 voru skólastjórarnir beðnir um að raða viðfangsefnunum
eftir því hve mikla ánægju þau veita og hversu miklum erfiðleikum þau valda þeim
í starfi. Niðurstöðurnar er að finna í Töflu 5.
Tafla 5
Röðun mikilvægra viðfangsefna eftir erfiðleikum og ónægju í starfi skólastjóra
Röðuu
Viðfangsefni/málaflokkur Erfiði Ánægja
Námskrárvinna (vinna við framkvæmd aðalnámskrár, skólanámskrá, sjálfsmat skóla, þróunarverkefni og önnur störf er varða kennsluhætti, kennsluskipulag, námsefni o.fl.) 2(4)* 1(2)
Starfsfólk (ráðningar, ráðgjöf og stuðningur, mat o.fl.) 3(2) 5(5)
Stjórnun (rekstur, skrifstofuhald, fjármál, bréfaskriftir, skýrslugerð o.fl.) 5(5) 6(7)
Málefni nemenda (fundir, ráðgjöf, skipulagsvinna vegna félagsstarfa, samstarf við foreldra o.fl.) 7(8) 4(1)
Hegðun nemenda (skólareglur, mætingar, hegðunarvandkvæði, samstarf um úrlausnir o.fl.) 1(1) 8(8)
Skólahverfið (fundir með samtökum foreldra og foreldraráði, viðræður við foreldra, ráðgjafa og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa) 6(7) 7(6)
Skólaskrifstofa/fræðsluyfirvöld (fundir, nefndarstörf, skýrslugerð, upplýsingagjöf o.fl.) 8(6) 9(9)
Endurnýjun í starfi (lestur fræðibóka og greina, námskeið, ráðstefnur o.fl.) 9 3(3)
Áætlanagerð (skipulagsvinna og áætlanagerð til langs tfma (t.d. hálft til eitt ár) svo sem starfsáætlun fyrir næsta skólaár, áætlanir um byggingar og viðhald, endurmenntun starfsmanna) 4(3) 2(4)
* Tölumar í svigum sýna niðurstöður könnunar 1991.
201