Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 209
RAGNHILDUR BJARNADOTTIR
Hvað telja unglingar sig læra af
áhugamálum sem þeir
stunda utan skóla?
í grein þessari er kannað hvað íslenskir unglingar telja sig læra af áhugamálum sem þeir
stunda utan skóla og hvaða þýðingu sú aukna hæfni hefurfyrir þa. Fjallað er wn nokkrar nið-
urstöður rannsóknar þar sem þátttakendur eru 199 unglingar, 13-15 ára, nemendur í tveim-
ur skólum. Eigindlegum og megindlegum aðferðum er beitt við öflun gagna og greiningu á
þeim. Niðurstaðan er sú að flokka megi þá hæfni sem unglingarnir telja sig öðlast í: a) hag-
nýta hæfni sem tengist athöfnum, b) persónulega hæfni, c) félagslega færni og d) félagsskiln-
ing. Þýðing hæfninnar er skoðuð frá nokkrum sjónarhornum. Megindleg greining leiðir í Ijós
að þeir sem Iwfa jákvætt mat á eigin hæfni eru líklegri en aðrir þátttakendur til að hafa sterk
tengsl við áhugamál sín og einnig til að hafa hærra sjálfsmat, einkum ef þeir stunda formleg
áhugamál. Megindleg og eigindleg greining gagna bendir til að mikilvægi hæfninnar felist
annars vegar í því að ná árangri í því sem gert er og hins vegar í hæfni í félagslegum sam-
skiptwn. Sett er fram spurning um áhrif hæfninnar á lífsrými unglinganna, þ.e. forsendur
frekari athafna og lærdóms. Á grundvelli eigindlegrar greiningar og með stuðningi fræðilegra
hugtaka er dregin sú ályktun að trú unglinganna á eigin getu til að ná árangri íþvísem gert
er sé háð samspiU við félagslegar aðstæður. Hluti rannsóknarinnar felst f að kanna inntak
hugtaksins hæfni. Niðurstöður leiða til þeirrar tilgátu höfundar að hæfni feli í sér: a) kunn-
áttu ogfærni b) vitneskju um hvernig nýta megi kunnáttuna við ákveðnar aðstæður, og c) trú
á eigin getu til að ná árangri, og að hæfnin og þýðing hennar tengist félagslegum aðstæðwn
unglinganna.
Fólk lærir víðar en í skólum. Áhugamál, tölvutækni og fjölmiðlar hafa gjarnan verið
skilgreind sem nýr vettvangur menntunar barna og unglinga í nútímasamfélagi
(Fornás 1995). Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér er fjallað um er að varpa ljósi á
hvað íslenskir unglingar telja sig læra af því að stunda áhugamál utan skóla, og á þá
þýðingu sem sá lærdómur hefur fyrir þá.17
17 Rannsóknin er hluti doktorsverkefnis við Danmarks pædagogiske universitet í Kaupmannahöfn
(Ragnhildur Bjarnadóttir 2002). Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði Kennaraháskóla ís-
lands. Höfundur þakkar ritrýnum fyrir einstaklega ítarlegar og gagnlegar ábendingar. Ungling-
arnir sem tóku þátt í rannsókninni fá bestu þakkir, svo og þeir skólastjórnendur og kennarar sem
veittu aðstoð við öflun gagna.
207