Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 214
HVAÐ TELJA UNGLINGARNIR SIG LÆRA?
1. Hvað telja unglingarnir sig læra af iðkun áhugamála utan skóla?
2. Hvaða þýðingu hefur sú hæfni fyrir þá?
Til að leita svara við seinni spurningunni voru í fyrsta lagi settar fram tvær tilgátur og
þær prófaðar með eigindlegri greiningu:
• Þeir sem hafa jákvætt mat á eigin hæfni (telja sig læra mikið eða ná góðum ár-
angri í áhugamálunum) eru líklegri en aðrir til að finnast a'hugamálin vera mjög
mikilvæg
• Þeir sem hafa jákvætt mat á eigin hæfni (telja sig læra mikið eða ná góðum ár-
angri í áhugamálunum) eru líklegri en aðrir til að hafa jákvætt sjálfsmat. Gert er
ráð fyrir samvirkni við mat á mikilvægi áhugamálanna og þátttöku í formleg-
um áhugamálum, og er það í samræmi við vísbendingar úr fyrri rannsóknum
(sbr. Harter 1990, Mannell o.fl. 1997, sjá hér á undan).
I öðru lagi var með greiningu á viðtölum leitað svara við spurningunni:
• Hvaða áhrif hefur hæfnin - í samspili við félagslegar aðstæður - á lífsrými
unglinganna? Gert er ráð fyrir að samspil milli persónulegrar hæfni og félags-
legra aðstæðna geti bæði víkkað og þrengt lífsrými einstaklinganna til frekari
athafna og lærdóms.
Ekki var stefnt að alhæfingu niðurstaðna, enda ekki um tilviljunarúrtak að ræða.
Markmiðið var eins konar hugtaka-alhæfing („conceptual generalization" eða „ana-
lytical generalization" (Yin 1994, Schultz Jorgensen 1995)), þ.e. að þróa með hjálp
fræðilegs efnis nothæft hugtakalíkan sem útskýrir þau fyrirbæri sem skoðuð eru og
tengsl milli þeirra. Þess vegna er tilgangur rannsóknarinnar, auk þess að svara rann-
sóknarspurningunum, að kanna inntak hugtaksins hæfni í umfjöllun um persónuleg-
an lærdóm einstaklinga.
Þess er vænst að ýmislegt megi læra af þátttakendum rannsóknarinnar - m.a. um
skilning þeirra á því hvað felst í að læra, og um hvers konar hæfni skiptir þá máli og
hvers vegna - sem nýst getur í uppbyggilegar umræður um nám unglinga innan og
utan skóla.
AÐFERÐIR
Þátttakendur og gagnasöfnun
Þátttakendur voru 13-15 ára unglingar, 199 nemendur í tveimur skólum, öðrum á
höfuðborgarsvæðinu og hinum í bæjarfélagi úti á landi. Nemendur í báðum þessum
skólum hafa mjög góðar aðstæður til að stunda áhugamál, meðal annars margs kon-
ar íþróttir og tónlistarnám.
Viðtöl voru tekin við 34 nemendur í 8. og 9. bekk. Nemendurnir voru valdir með
aðstoð kennara. Fjölbreytni var höfð að leiðarljósi, annars vegar í nemendahópnum
212