Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 215
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
og hins vegar í iðkun áhugamála, þar sem athyglin beindist að unglingunum sjálfum
en ekki einstökum áhugamálum. Unglingarnir voru spurðir um áhugamál sín, m.a. í
sögulegu ljósi, þátt áhugamála í daglegu lífi þeirra og um ástæður fyrir þátttöku. At-
hyglin beindist einkum að því að kanna hvað þeir töldu sig læra; m.a. var spurt um
hvað hefði breyst og hvað þeir gætu gert vegna þátttökunnar og hvernig jafnaldra-
hópar tengdust áhuga þeirra og lærdómi.
Spurningalisti var lagður fyrir alla nemendur í sömu bekkjum. Árið eftir (1999)
voru skólarnir tveir heimsóttir aftur og lagður enn ítarlegri spurningalisti fyrir alla
nemendur í 8. - 10. bekk í þessum skólum. Nýjar spurningar voru samdar með hlið-
sjón af upplýsingum úr viðtölum. Spurt var um þátttöku í áhugamálum, mikilvægi
áhugamálanna og um mikilvægi lærdómsins. Sérstakar spurningar voru notaðar til
að kanna mat unglinganna á kunnáttu, framförum og persónuiegum árangri. Einnig
var lagt fyrir þá sjálfsmatspróf Susan Harter.
Tilgangur með því að nota spurningalista í gagnasöfnun var tvíþættur: Annars
vegar að afla upplýsinga frá stærri hópi en í viðtölunum og hins vegar að kanna
tengsl milli breytna. Breyturnar sem hér koma við sögu eru:
a) þátttökubreytur: „formleg áhugamál" og „mjög mikilvæg" (þ.e. áhugamálin )
b) tvær hæfnibreytur: „læri mikið" og „næ árangri"
c) sjálfsmat: mat á eigin persónulegri og félagslegri stöðu
d) kyn (bakgrunnsbreyta)
Breytan sjálfsmat var samfelld og voru notaðir tveir spurningaflokkar úr Harter próf-
inu: Alhliða sjálfsmat (global self-worth) og félagsleg viðurkenning (social accept-
ance). Með sjálfsmati er því átt við „mat þátttakenda á persónulegri og félagslegri
stöðu sinni". í hvorum flokki voru 5 spurningar, þannig að alls 10 spurningar voru
notaðar til að mæla sjálfsmat. Kvarðinn nær frá einum í fjóra. lnnri áreiðanleiki
(Chronbach alpa) þessara 10 spurninga var 0,85, sem samræmist áreiðanleika sam-
kvæmt prófunum Harter sjálfrar (1988). Því hærri sem sjálfsmatsskor er því jákvæð-
ara er sjálfsmatið.
Hinar breyturnar voru allar tvígildar flokkabreytur. Breyturnar „mjög mikilvæg"
og hæfnibreyturnar tvær voru upphaflega samfelldar breytur, en var síðan breytt í
flokkabreytur (þeir sem hafa skor yfir miðgildi eru í „já flokki" og hinir í „nei
flokki"). Til að aðgerðabinda hugtakið „mat á eigin hæfni" var fyrst notuð ein breyta
(5 spurningar/ fullyrðingar um lærdóm, framfarir og árangur). Greining á viðtölum
benti til að árangur í áhugamálunum hefði sérstakt gildi sem leiddi til þess að notað-
ar voru tvær hæfnibreytur: „læri mikið" og „næ árangri".
Gagnagreining
Til að svara spurningunni um hvað unglingarnir telja sig læra af ástundun áhugamál-
anna var beitt eigindlegri greiningu á viðtölum og notuð aðleiðsluaðferð þar sem öll-
um svörum um þetta efni var safnað saman og þau síðan flokkuð. Með aðstoð fræði-
legra hugtaka var leitast við að draga upp greinargóða mynd af ýmsum tegundum
hæfni.
213