Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 220
HVAÐ TELJA UNGLINGARNIR SIG LÆRA?
Tengsi við mikilvægi áhugamálanna
Sett var fram tilgáta um að þeir sem telja sig læra mikið eða ná árangri í áhugamál-
unum séu líklegri en aðrir til að finnast áhugamálin vera mjög mikilvæg. í spurninga-
listanum eru nokkrar spurningar um mikilvægi áhugamálanna. I einu tilviki eru
þátttakendur beðnir um að merkja við besta svarið (svör eru valin úr viðtölum og eru
notuð algeng svör).
Tafla 2
Hvað er mikilvægast við áhugamálin?
Hvað á best við: Allir Strákar Stelpur
% % %
Áhugamálið er svo spennandi 10 12 9
Mér finnst mikilvægast að ná árangri - að mér gangi vel 51 50 53
Félagsskapurinn er mikilvægastur - að hitta vini mína 25 21 31
Mér myndi leiðast ef ég væri ekki í þessu 12 17 8
Af þessu sést að það að ná árangri virðist hafa áhrif á tengsl við áhugamálin. Einnig
var könnuð sú tilgáta að þeir sem telja sig læra mikið í fyrsta lagi, og í öðru lagi ná ár-
angri - séu líklegri en aðrir til að finnast áhugamálin vera mjög mikilvæg.
Niðurstöður úr kí-kvaðrat prófi styðja báðar þessar tilgátur. Af þeim hópi sem telja
sig læra mikið af áhugamálunum finnst 74% áhugamálin vera mjög mikilvæg (x2 (1,
N=199) = 38,2 p<0,001), og 75% þeirra sem telja sig ná árangri (y2 (1, N=199) = 23,7
p<0,001). Þessar niðurstöður eru óháðar kyni.
Samkvæmt þessu virðast þeir sem hafa jákvætt mat á eigin hæfni, sem þeir rekja
til áhugamála sinna, einnig mynda sterk tengsl við áhugamálin.
Tengsi við sjálfsmat
Önnur tilgáta var sett fram um samband milli álits á eigin hæfni og sjálfsmats, og
samvirkni við aðra líklega áhrifaþætti. Hærri sjálfsmatsskor þýðir jákvæðara mat á
eigin persónulegri og félagslegri stöðu á þeim tíma sem spurningalistinn var lagður
fyrir. Kannað var hvort hæfnibreyturnar „læri mikið" og „næ árangri", og þátttöku-
breytumar „formleg áhugamál" og „mjög mikilvæg", óháð hver annarri og einnig í
samvirkni við hinar breyturnar, spái fyrir um sjálfsmatsskor. Borin voru saman með-
altöl sjálfsmatsskora í þeim hópum sem breyturnar skilgreina. Fjöldi í já-hópum er til-
greindur í svigum í töflu 3.
218