Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 223
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
í sumum viðtölum kemur fram að trú á eigin getu sé háð viðmiðum annarra mik-
ilvægra einstaklinga. Drengur sem stundar hjólabretti var spurður um hvað væri
mikilvægt við áhugamálið og svaraði mjög stoltur:
B (hjólabretti): Já, hjá mér sko ... þegar maður er að gera eitt flott trikk
og allir bara segja jeee, og djöfull ertu góður ...
Viðbrögð hinna í hópnum eiga greinilega þátt í að byggja upp trú hans á eigin getu.
Ekki nóg með það, hæfni hans í áhugamálinu breytti félagslegri stöðu hans:
B (hjólabretti): Já, hérna ... þegar ég var ... áður en ég byrjaði á þessu þá
voru gaurar sem að voru í mínum bekk núna, og voru allir bara skelfi-
legir, ... þú veist ... ég hafði ekkert álit hjá þeim ... og þannig .. . síðan
bara byrjaði .... þú veist og ég var ekkert með svona mörgum, bara
svona stundum einhverjum í bekknum mínum og þannig, en síðan
þegar ég byrjaði í hjólabrettum þá bara byrjaði ég að vera með öllum sk-
eiturum og ... þannig að ég var sko þetta er miklu betra, þekki svona hund-
rað sinnum fleiri krakka en ég þekkti áður.
Fleiri dæmi eru um að velgengni í áhugamálum breyti möguleikum einstaklinganna
til félagslegra tengsla, m.a. frá stúlku sem spurð var um hverju hæfnin breyti:
E (fótbolti): Já, ég fer út með strákunum í fótbolta en sumar stelpurnar
þora því ekki því þær eru allt of lélegar og svona, strákarnir vilja hafa
mig með.
Dæmin hér á undan benda til víxlverkunar milli hæfni einstaklinga og félagslegra að-
stæðna þeirra. Annars vegar virðist félagahópur móta trú einstaklinga á eigin getu,
og hins vegar er unnt að nota hæfnina til að hafa áhrif á eigin félagslegar aðstæður,
þ.e. til að tengjast félagahópum sem þeir hefðu annars ekki aðgang að.
Áður hefur komið fram að í viðtölum eru áberandi lýsingar þátttakenda á félags-
legri liæfni, bæði félagslegri færni (flokkur 3) og félagslegum skilningi (flokkur 4).
Ber það vott um mikilvægi félagslegrar hæfni sem nýta má til að hafa áhrif á félagsleg-
ar aðstæður.
Samkvæmt skilgreiningum Lewins mótast lífsrýmið af samruna persónulegra eig-
inleika og félagslegra aðstæðna. Mörg dæmi má finna í viðtölunum sem renna stoð-
um undir þá kenningu. Tvær stúlkur hvor í sínum skóla eru báðar að læra að spila á
píanó. í viðtölum kemur fram að önnur þeirra hefur myndað tengsl við aðra unglinga
í skólanum sem eru líka í tónlistarnámi. Hópurinn hefur æft saman fyrir skemmtan-
ir og hittist oft í frímínútum og utan skólatíma. Hin stúlkan hefur ekki myndað tengsl
við hóp með sama áhugamál, og finnst skólafélagarnir alls ekki kunna að meta hæfni
hennar. I fyrra tilvikinu myndar samruni félagslegra aðstæðna og persónulegrar
hæfni aukið lífsrými fyrir stúlkuna til frekari þroska. I seinna tilvikinu er ekki um
slíkt að ræða og hæfni stúlkunnar verður jafnvel til að minnka lífsrými hennar. Henni
finnst hún vera öðruvísi en hinir, sem verður til þess að möguleikar hennar til að nýta
221