Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 225
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
Lárétti ásinn táknar innri hugsmíðar einstaklinganna. Samkvæmt þessu líkani felst
hæfni þeirra í fyrsta lagi í kunnáttu og færni, í öðru lagi í að þeir viti hvemig beita
megi kunnáttunni eða færninni - sem túlka má sem nokkurs konar sjálf-skemu sam-
kvæmt Markus o.fl. (1990) - og í þriðja lagi í trú peirra á eigin getu til að ná árangri í
því sem gert er (Bandura 1995) við ákveðnar aðstæður. Þess vegna er hæfni í sjálfu
sér aflgjafi sem örvar einstaklinginn til frekari athafna, sem kunnátta eða fæmi ein sér
gerir ekki. Aukin hæfni felur í sér að forsendur til frekari athafna og lærdóms hafa
breyst.
Hugsanlegt er að félagslegar aðstæður einstaklinga breytist og hafi þau áhrif að trú
peirra á eigin getu minnki, enda þótt kunnátta og vitneskja - líka um það hvemig megi
nýta kunnáttuna - sé óbreytt (örvarnar á myndinni geta vísað í báðar áttir). Breyttar
félagslegar aðstæður geta orðið til þess að sálrænt rými einstaklingsins til athafna og
lærdóms dregst saman. Niðurstöður rannsóknarinnar benda þess vegna til þess að
hæfni geti verið aðstæðubundin.
Hér hefur einkum verið lögð áhersla á að sýna fram á hvernig þýðing hæfninnar
tengist félagahópum. Ekki hafa verið rædd áhrif félagslegra aðstæðna í nútímasamfélagi.
Félagslegar aðstæður unglinga í nútímasamfélagi, meðal annars auknir valkostir, fela
í sér nýja ögrun og breyttar kröfur. Hér á undan var minnst á kenningar um að ung-
lingar séu virkari en áður tíðkaðist í að móta eigin persónuleg sérkenni (sjá Giddens
1991, Gergen 1997) og að sveigjanleiki sé hæfni sem skipti miklu máli nú á dögum.
Dæmi eru í niðurstöðukaflanum frá stúlkum sem eru að „reyna að fara ekki í fýlu"
(eftir fótboltaleik) og „reyna að slappa af " (til að ruglast ekki á tónleikum). Einnig er
dæmi um dreng sem neyðist til að endurskoða hvað skiptir máli, að standast miklar
kröfur eða „reyna bara að hafa gaman af þessu". Þessi dæmi sýna að innri átök ung-
linga eru ekki einungis vitsmunaleg, þau felast líka í sjálfspælingum. Unglingarnir
eru að velta fyrir sér eigin sjálfi, þeir telja sig geta haft áhrif á „hverjir þeir eru" og
hafa ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hvernig þeir geta hugsanlega orðið (sbr. hugtak
Markus „possible selves").
Slík dæmi samræmast nýjum skilgreiningum á sjálfsvitundarhugtakinu (Gergen
1997) sem tengdar eru aðstæðum í nútímasamfélagi og gefa vísbendingar um að
hæfni sem gefur innra rými til boðskipta, hugsunar og sjálfsákvarðana skipti ung-
linga í nútímasamfélagi miklu máli.
TIL UMHUGSUNAR
Flestir þátttakendur rannsóknarinnar töldu mikilvægt að ná árangri. Rétt er að leggja
áherslu á að þeir eiga oft við árangur í merkingunni „ég get gert þetta" eða „mér hef-
ur farið fram", en ekki nauðsynlega í merkingunni „ég er betri en aðrir". Einnig virð-
ist árangurinn ekki þurfa að vera stór í sniðum. Þessar niðurstöður vekja ýmsar
spurningar.
Þeir þátttakendur rannsóknarinnar sem telja sig ná árangri hafa jákvæðara sjálfs-
mat en aðrir e/þeir stunda formleg áhugamál, sem leiðir hugann að stöðu þeirra sem
223