Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 226
HVAÐ TELJA UNGLINGARNIR SIG LÆRA?
hægara sagt en gert að gefa áhugamál upp á bátinn og velja sér nýtt. Svigrúmið til að
velja sér viðfangsefni er háð félagahópum og samfélagi ekki síður en persónulegum
áhuga.
Einnig má velta því fyrir sér hvort þeir sem stunda formleg áhugamál og ná ár-
angri í þeim fái meiri og víðtækari athygli jafnaldra og fullorðinna - og þess vegna
jákvæðara sjálfsmat - en þeir sem stunda óformleg áhugamál, t.d. tölvugrúsk og
hjólabretti, þar sem árangurinn er ósýnilegri og ef til vill einungis viðurkenndur í
þröngum félagahópi.
Þessi áhersla unglinganna á árangur er í andstöðu við þá þróun sem orðið hefur
innan skólans undanfarin ár þar sem áhersla á sýnilegan árangur, t.d. í námsgreinum,
hefur minnkað. Spyrja má hvort áhugamálin séu orðin nýr vettvangur barna og ung-
linga fyrir persónulegan metnað og leit að innri eða ytri umbun.
Ekki ber að vanmeta að unglingarnir virðast vera afar metnaðarfullir og vilja læra
eitthvað nýtt. Þeim líður vel þegar þeir geta eitthvað sem þeir gátu ekki áður, sem
getur bæði tengst athöfnum og félagslegum samskiptum. Þessi vellíðan tengist
greinilega því að þeim finnst það merkilegt sem þeir eru að gera. Hugsanlega má eitt-
hvað af þessu læra um skipulag náms í skóla. Miklu skiptir að átta sig á því hvar
áhugi unglinganna liggur og styðja þá í að fást við ögrandi viðfangsefni á þeim svið-
um.
Áhugavert er að kanna nánar hvort taka má mið af þeim þremur hliðum hæfni
sem tilgreindar eru í kaflanum hér á undan. Þá þarf að huga að öllum þáttunum: að
því að efla kunnáttu og færni, að einstaklingarnir geti séð fyrir sér hvernig beita má
kunnáttunni eða færninni við ákveðnar aðstæður (jafnvel á marga vegu), og að efla
trú þeirra á „að þeir geti".
Islenskir unglingar virðast hafa möguleika á að efla margvíslega hæfni með þátt-
töku sinni í áhugamálum. Margir þátttakendur í rannsókn þeirri sem hér er fjallað
um lærðu meira en að „gera eitthvað", þeir lærðu jafnframt „að þeir geta gert - og
lært - ýmislegt", sem skiptir þá og félagahópinn miklu máli. Þeir hafa öðlast reynslu
af sjálfum sér sem hæfum einstaklingum til að takast á við margs konar og síbreyti-
leg viðfangsefni og þar með lagt grunn að frekari þroska sínum.
Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. Lífsleikni. 1999. Reykjavík, menntamálaráðuneytið.
Altman, I. og B. Rogoff. 1987. World views in Psychology: Trait, Interactional,
Organismic and Transactional Perspectives. Handbook of Environmental Psyclwlogy
(bls. 7-40). New York, John Wiley & Sons.
Bandura, A. 1995. Exercise of personal and collective efficacy in changing societies. í
Bandura, A. (ritstj.), Self-efficacy in Changing Societies. New York, Cambridge
University Press.
Bandura, A. 1997. Self-Efficacy. The Exercise ofControl. New York, W. H. Freeman.
Bandura, A. 2001. Social Cognitive Theory: An Agentic Perspective. Annual Review of
Psychology 52:1-26.
Bruner, J. 1996. The Culture of Education. Cambridge, Harvard University Press.
224