Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 232
VIÐHORF OG BJARGARHÆTTIR FULLORÐINNA LESHAMLAÐRA ISLENDINGA
eru einstaklingar sem á einn eða annan hátt hafa náð að skara fram úr á einhverju
sviði eða þá yfirvinna hömlun sína á ásættanlegan hátt. Slíka einstaklinga hefur Fink
rannsakað (1995-96; 2000). 1 niðurstöðum sínum segir hún að þátttakendurnir hafi
þróað hjá sér eðlilega lestrarfærni með því að nota áhugamál sín sem hjálpartæki.
Þeir höfðu allir lesið gífurlega mikið um efni sem þeir höfðu brennandi áhuga á. Fink
dregur þá ályktun að í kennslu leshamlaðra ættum við að beina lestrinum að áhuga-
sviðum þeirra og láta nemendur fást við tvenns konar texta um sama svið, bæði stað-
reyndir og fantasíu, en auk þess fást við skapandi ritun. Jafnframt ættu nemendur að
fá hvatningu til að skara fram úr á öllum sviðum.
Sumar rannsóknir virðast benda til þess að leshömlun geti haft mjög mikil áhrif á
persónuleikaþróun einstaklinga. í niðurstöðum Kosmos og Kidd (1991) kemur fram
að leshamlaðir karlar voru viðkvæmari og hlédrægari en samanburðarhópurinn og
beindu athygli sinni meira að því hvernig aðrir litu á þá. Leshamlaðir mátu einnig
vitsmuni25 meir en samanburðarhópurinn, en voru jafnframt með minna sjálfstraust
og höfðu tilhneigingu til sjálfseyðingarhugsana. Hefðbundin kynjahlutverk virðast
vera meira áberandi hjá leshömluðum en öðrum, en samkvæmt niðurstöðum Fink
(2000) eru leshamlaðar konur líklegri til að fá hvatningu til að þróa kvenleika sinn og
yndisþokka en kynsystur þeirra. I sömu áttina benda niðurstöður Kosmos og Kidd
(1991), en þeir segja að leshamlaðar konur hneigist til að laga sig að hefðbundnum
kvenlegum stöðlum: þýðast aðra, vera í umönnunarhlutverki, sýna skilning og ef til
vill of mikið traust - á meðan þær á sama tíma leita að félagslegri viðurkenningu og
trúnaðartrausti annarra. Karlar aftur á móti virðast frekar fá hvatningu til að reyna
að yfirstíga erfiðleika sína, „bíta á jaxlinn".
í rannsóknum á norskum leshömluðum nálgaðist Skaalvik (1994) efnið út frá
kenningum um sjálfsmynd (self-concept)26 og eigin skilvirkni (self-efficacy) og athug-
aði áhrif leshömlunar á þessa þætti hjá einstaklingum. Með self-concept er átt við
skilning, tilfinningu, þekkingu eða væntingar sem einstaklingurinn hefur varðandi
sjálfan sig (bls. 21). Hugtakið self-efficacy aftur á móti er notað til að tákna þær hug-
myndir sem einstaklingur hefur um möguleika sína til að geta ráðið við ákveðin
verkefni eða ákveðnar tegundir af verkefnum (bls. 53). Hvernig einstaklingarnir meta
sinn eigin mátt til framkvæmda hefur greinileg áhrif á hegðun þeirra. Þeir hneigjast
til að forðast kringumstæður þar sem hætta er á að þeim mistakist en leitast við að
taka að sér verkefni sem þeir treysta sér til að leysa vel (Turnbull og Turnbull, 1997).
Rannsókn Skaalvik nær reyndar til mjög fárra einstaklinga og byggir á djúpviðtöl-
um. Allir þessir einstaklingar höfðu upplifað skólaár sín sem gífurlegt strit. Þrátt fyr-
ir það hafði árangri þeirra í bóklegum fögum verið ábótavant, þar sem þeir höfðu lít-
ið vald á lestri og ritun. En einmitt þessi fög töldu leshamlaðir sjálfir hvað mikilvæg-
ust. Afleiðingar erfiðleikanna voru þær að leshamlaðir urðu á skólaaldri mjög sjálf-
lægir 27 og eyddu miklum tíma í félagslegan samanburð (sjá enn fremur Kosmos og
25 Orðið vitsmunir stendur hér fyrir ensku orðin cognitive and intellectual abilities.
26 Þó að Skaalvik skrifi á norsku, notar hún ensku heitin í texta sínum, en auðkennir þau með
skáletri.
27 Á frummálinu (norsku) ego-involvert.
230