Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 233
MARJATTA ISBERG
Kidd, 1991, og Shapiro og Rich, 1999). Varpa má fram þeirri spurningu hvort þeir
þættir sem hér voru nefndir (að vera upptekinn af sjálfum sér og stöðugur félagsleg-
ur samanburður) færist einnig til annarra meðlima fjölskyldunnar en þeirra sem eru
leshamlaðir. Hugsast getur að ákveðin samskiptamynstur og það hvernig einstak-
lingurinn speglar sig í umhverfi sínu lærist innan fjölskyldna, jafnvel þó ekki sé um
erfðir í líffræðilegum skilningi að ræða. f Svíþjóð er einmitt í gangi langtímarannsókn
um tengsl leshömlunar, persónuleika og arfgengi og taka sérfræðingar þriggja há-
skóla þátt í henni (Svensson, 2001). Fróðlegt verður að sjá niðurstöður þeirrar rann-
sóknar, þegar þær liggja fyrir.
í rannsóknum á leshömlun skólabarna hefur yfirleitt verið um stórt úrtak að ræða,
en svo er ekki í rannsóknum á fullorðnum. í flestum tilvikum hafa rannsakendur
bara haft örfáa þátttakendur, og aldrei tilviljunarúrtak. Margar rannsóknir byggjast á
djúpviðtölum án þess að notaður sé samanburðarhópur. Af þessum sökum ber að al-
hæfa með ákveðnum fyrirvara, jafnvel þó að niðurstöðurnar séu notaðar í stefnu-
mörkun.
Hér á landi eru ekki til margar rannsóknir sem taka til þessarar hliðar leshömlun-
ar. Steinunn Torfadóttir (1996) gerði viðtalskönnun meðal tíu framhaldsskólanema og
komst m.a. að því að íslenskum leshömluðum gekk ekki greiðlega að halda áfram
námi. Ein ástæðan var m.a. kröfurnar um stafsetningu, sem leshamlaðir gátu ekki
uppfyllt. Steinunn álítur að skólarnir eigi að breyta um stefnu varðandi leshamlaða
nemendur: Þeir þurfi „að taka kennslufræðilegar ákvarðanir út frá fræðilegum for-
sendum" (bls. 57) og aðlaga námsmatið að sérþörfum nemendanna. Rannsókn
Huldu Guðmundu Óskarsdóttur (2001) tekur til leshamlaðra stúdenta við Háskóla
íslands. í niðurstöðunum segir að þessir stúdentar séu að meðaltali yfir 25% lengur
að lesa en samanburðarhópurinn. Hulda Guðmunda telur m.a. að lengja ætti próf-
tíma fyrir þessa nemendur meira en nú er gert, ef þeir eiga að fá sömu möguleika og
hinir til að leysa prófverkefnin.
Engar aðrar skýrslur hafa birst um rannsóknir á fullorðnum leshömluðum hér á
landi. Yfir höfuð hafa engar rannsóknir verið gerðar á læsi fullorðinna íslendinga
hingað til. Rannsóknin, sem kynnt verður hér á eftir, mun því vera sú fyrsta sinnar
tegundar, en í henni var aflað víðtækra upplýsinga um viðhorf og bjargarhætti full-
orðinna leshamlaðra.
MARKMIÐ RANNSÓKNARINNAR,
TILGANGUR OG RÖKSTUÐNINGUR
Markmið rannsóknarinnar var þríþætt: I fyrsta lagi að komast að því hvort leshöml-
un og erfiðleikar í rittjáningu hafi haft áhrif á persónuleikaþróun þátttakenda og
hvort áhrifa leshömlunar gæti í sjálfsmynd þeirra. í öðru lagi var aflað upplýsinga um
það hvort þátttakendum hafi að einhverju marki tekist að bæta upp þá erfiðleika sem
leshömluninni fylgir. 1 þriðja lagi var leitast við að varpa ljósi á hvaða augum þátttak-
endurnir líta nú á fullorðinsárum á skólann sinn og hvort þeir hafi mótað sér hug-
231