Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 235
MARJATTA ÍSBERG
fulltrúa og að jafnt væri milli kynja. Viðtölin voru hálf-stýrð28 og þau tekin upp á seg-
ulband.
I úrvinnslu talna var notað tölfræðiforritið SPSS. Aðallega var beitt lýsandi töl-
fræði, þar sem smæð úrtaksins gaf ekki tilefni til flókinna útreikninga. Viðtölin voru
hreinskrifuð eftir segulbandsupptökunum. Svörin voru skráð nákvæmlega eftir
orðalagi þátttakendanna, þau flokkuð eftir efnisþáttum og ályktanir dregnar af þeim.
Niðurstöðurnar voru bornar saman við nýlegar erlendar rannsóknir.
NIÐURSTÖÐUR
Ástæða er hér allra fyrst að vekja athygli á þeirri staðreynd, að - þrátt fyrir vænting-
ar höfundar um hið gagnstæða - fannst enginn tölfræðilegur munur á milli svara
þátttakenda af landsbyggðinni og þátttakenda af höfuðborgarsvæðinu, hvorki varð-
andi skoðanir um skóla né aðra þætti.
Af svörunum má ráða að í flestum tilvikum fylgir leshömluninni margþættur
vandi. Hægt er að skipta þessum atriðum í átta flokka eftir efni og getur einn einstak-
lingur haft eitt eða fleiri einkenni:
• Erfiðleikar í lestri.
• Erfiðleikar í skrift, ritun og textavinnu.
• Minnimáttarkennd, skert sjálfsmat, óöryggi, vanlíðan, kvíði.
• Skert skólaganga, minni menntun en ella.
• Þrengri starfsmöguleikar.
• Minni þátttaka í samfélagslegum málum.
• Meiri kröfur til samstarfsmanna í vinnu og tómstundum.
• Er háður öðrum um fróðleiksöflun og afþreyingu.
Flestir þátttakenda eða 53 (86,8%) töldu að leshömlunin hefði haft mikil áhrif á líf
þeirra. Hún hafði ekki einvörðungu haft áhrif á persónuleikaþróun þeirra og sjálfs-
mynd heldur einnig markað lífshlaupið að öðru leyti, einkum þó starfsvalið. Mikill
meirihluti taldi að þessi áhrif væru eingöngu neikvæð. Hjá sumum höfðu þau verið
djúpstæð og fylgt þeim allt frá skólaaldri fram á fullorðinsár, meðan öðrum hafði tek-
ist að yfirvinna erfiðleikana og sníða sér stakk eftir vexti. Aðeins þrír töldu að les-
hömlunin hefði haft einhver jákvæð áhrif í för með sér, hún hafði kennt þeim vinnu-
semi og nákvæmni, sem þeir höfðu svo haft gagn af seinna í lífinu.
Ahrif leshömlunar ó persónuleikaþróun og sjólfsmynd
Tæpur þriðjungur (17 einstaklingar) þeirra sem tóku þátt í þessari rannsókn sögðust
vera með lítið sjálfstraust og finna sig oft minnimáttar, eldri aldursflokkar oftar en
þeir yngri og er munurinn marktækur. Fimm af þessum nefndu jafnvel kvíða og/eða
28 liálf-stýrt notað hér fyrir enska orðið semi-structured.
233
L