Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 237
MARJATTA ISBERG
fjarskyldari ættingjum. Hér ber þó að hafa í huga að yngri kynslóðir vita oft lítið um
lestrarkunnáttu forfeðra sinna.
Af tölunum hér að ofan er ljóst að meirihluti leshamlaðra lifir í umhverfi þar sem
þeir eru reglulega í snertingu við aðra sem eiga við svipuð vandamál að stríða og þeir
sjálfir. í sumum tilvikum getur þessi þekking virkað sem styrking. Á viðkvæmum
.uppvaxtarárum getur það auðveldað barninu og unglingnum að sætta sig við höml-
unina, ef þau skilja að þau eru ekki ein um vandamálið.
Þegar hann kynntist frænda sínum [N.N.], þá le'tti honum mikið. Allt í einu
virtist hann skilja að maður getur verið leshamlaður án þess að vera heimsk-
ur. En þessifrændi hans er mjög klár og hefur góða vinnu og miklar tekjur.
(faðir leshamlaðs 12 ára drengs í viðtali)
En jafnframt getur þetta haft neikvæð áhrif. Einhverjir geta fengið þá hugmynd að öll
ættin sé illa gefin og það getur dregið úr kjarki og leitt til sinnuleysis og einhvers kon-
ar lærðs úrræðaleysis. Eitt dæmi um slíkt kom fram í þessari rannsókn, þar sem
drengur á grunnskólaaldri hafði fengið þunglyndisköst og einangrað sig frá um-
hverfinu.31
Á hinn bóginn getur leshömlun margra fjölskyldumeðlima, einkum þó foreldra,
haft einhvers konar margfeldisáhrif. Börn, sem þyrftu á sérstakri aðstoð að halda, fá
ef til vill litla eða enga hjálp með heimanámið og dragast þess vegna enn meira aftur
úr. Einn þátttakandinn benti einmitt á að skólarnir ættu að taka tillit til aðstæðna for-
eldranna, bæði að slá af kröfum til foreldra og einnig að fræða þá um það hvernig
best væri að hjálpa leshömluðum börnum sínum með heimanámið. Kennurum virð-
ist samt vera vandi á höndum, því að ekki er tryggt að skólanum berist upplýsingar
um erfiðleika foreldranna.
Treysti me'r ekki til að fara á fundi/foreldraviðtöl o.þ.h., þar sem e'g eyði öllum
tnnanum íáhyggjur afþvíhvort ég muni þurfa að lesa eitthvað eða skrifa.
(karl, 26-30 ára)
Þar sem ekki var sérstaklega spurt um þetta mál, er ekki hægt að vita hversu algengt
það er að foreldrar þori ekki á samstarfsfundi. En mikill hluti þátttakenda (49,2%)
sagðist oft hafa þurft að fela hömlun sína fyrir ókunnugum og einnig höfðu fjölskyld-
ur margra þátttakenda (29,5%) litið á hans lestrarerfiðleika sem feimnismál.
Oðruvísi lífshlaup
Mikill meirihluti þátttakenda taldi að lífshlaup hans hefði orðið öðruvísi, hefði les-
hömlunin ekki komið til, 53 (86,9%) einstaklingar nefndu að hún hefði beinlínis ráð-
ið úrslitum. Aðeins fimm (8,2%) sögðu að hún hefði engu breytt. Þrír (4,9 %) skiluðu
31 Ekki var í þessari rannsókn sérstaklega spurt um viðbrögð þátttakenda við leshömlun annarra í
fjölskyldunni, en fjórir þeirra höfðu nefnt þetta mál í svörum við opnum spurningum.
235