Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 239
MARJATTA ÍSBERG
38 þátttakendur að hægt væri að öðlast starfsframa jafnvel þó að maður væri ekki vel
læs og skrifandi. Ekki virtust vera tengsl milli þess hversu erfið hömlunin var og þess
hvort menn töldu atvinnumöguleika sína góða, en greinilegt er að því eldri sem
menn verða, þeim mun meira dregur úr bjartsýni þeirra. Yfir 50% þeirra sem voru
komnir á fimmtugsaldur voru ekki bjartsýnir, meðan aðeins fimm í tveimur yngstu
aldursflokkunum höfðu efasemdir um góða möguleika.
í leit að bjargarháttum
Augljóst er að áhrif leshömlunar verða bæði eftir því hversu erfið hömlunin er og
einnig eftir því hvernig aðstæður manna eru, þ.e. hversu miklar kröfur eru gerðar til
þeirra varðandi lestrar- og ritunarfærni og sjálfstraust. Meirihluti þátttakenda (66%)
taldi að leshömlunin háði þeim töluvert eða mikið í daglegu lífi. Aðeins tveir af 61
þátttakanda sögðu að dyslexían hamlaði þeim ekkert í daglegu lífi nú á fullorðinsár-
um.
Þegar spurt var um birtingarform hömlunarinnar merkti meirihluti þátttakenda
(rúmlega 90%) við erfiðleika við stafsetningu og ritun. Rúmlega 54% merktu við
lestrarerfiðleika, 18% við heimilisbókhaldið, rúmlega 30% við munnlega tjáningu,
23% við erfiðleika í samskiptum við hið opinbera og 16,4% við annars konar erfið-
leika. Af þessu má ráða að bæði starfsumhverfið og fjölskylduaðstæðurnar hafa tölu-
vert að segja um það í hve miklum mæli menn þurfa að grípa til sérstakra bjargar-
hátta til að yfirvinna erfiðleikana sem leshömluninni fylgja. 1 fljótu bragði má til
dæmis hugsa sér að fiskvinnslufólk þurfi ekki að lesa mikið, en einn þátttakandi
nefndi að oft kæmu alls konar tilkynningar frá vinnuveitanda á töflu kaffistofunnar,
en hann gæti ekki lesið þær.
Við textavinnslu notuðu þátttakendur tvær leiðir, 14 (23%) sögðust nota leiðrétt-
ingarforrit á tölvu, en níu (14,8%) sögðust hafa tamið sér að skrifa svo óskýrt að staf-
setningarvillurnar sæjust ekki. Einn þátttakandinn nefndi að hátt verð á leiðrétting-
arforritinu hafði komið í veg fyrir að hann keypti það. Greinilegt er að flestir þátttak-
endanna skynjuðu sjálfir hömlun sína mjög sterkt og 37 (60,7 %) sögðust vilja forðast
það að skrifa og lesa.
Ég var voðalegur snillingur að forða mér alltaf [fra] pví sem beindist að me'r.
[...] Ef ég var næstur [{] röðinni á næsta fundi, þá var e'g ekki á þeimfundi,
því að þá slapp ég. Ég var voða klár íþessu, passa mig, vera með afsökun, e'g
var ekki með rétt gleraugu, sæi ekki stafina...
(karl, 30-35 ára)
Þegar á harðbakkann slær, er leitað til fjölskyldunnar, sérstaklega maka:
Ég gerði það afillri nauðsyn einu sinni að ég tók að mér að vera ritari, mað-
ur sem getur ekki einu sinni skrifað! [...] Ég kom heim affundunum og þuldi
að henni Iwað var sagt áfundunum og hún skrifaði niður ífundargjörðarbók-
ina. [...] Hún var ritarinn. Ég var bara eitthvert frímerki...
(karl, 30-35 ára)
237
L