Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 240
VIÐHORF O G BJARGARHÆTTIR FULLORÐINNA LESHAMLAÐRA ÍSLENDINGA
Nær helmingur þátttakenda sagðist samt segja opinskátt að hann væri leshamlaður
og gæti þess vegna ekki lesið og skrifað vel. En þessi játning getur verið bundin við
ákveðnar kringumstæður, enda bætti einn þátttakandinn við: „Að minnsta kosti
stundum, það fer eftir aðstæðum."
Þó að margir þátttakenda viðurkenndu að betra væri að auka færni sína í lestri og
ritun, höfðu flestir samt ekkert gert í málinu, umfram það sem er tilgreint hér fyrir
ofan. Af 61 þátttakanda höfðu 13 (21,3%) sótt um aðstoð eftir að grunnmenntun
þeirra lauk, en 48 (78,7%) ekki.
Af þeim sem höfðu fengið aðstoð höfðu þrír fengið hana á námskeiðum í fram-
haldsskóla, sex í Námsflokkum Reykjavíkur, tveir í háskóla (annar þeirra sagðist ein-
göngu hafa fengið spólur) og einn hjá einkakennara í Reykjavík. Einn nefndi að auki
að hann hefði fengið greiningu hjá taugasálfræðingi, þegar hann var um þrítugt, en
ekkert aðhafst frekar í málinu.
Reyndar kom í ljós að meirihluti þátttakenda vissi ekki einu sinni að hann gæti
leitað til einhverra aðila. Þegar spurt var hvort viðkomandi vissi um þær leiðir sem
honum væru færar til að fá frekari aðstoð við lestrarnám, svöruðu aðeins sex játandi
en 54 eða 88,5% neitandi.
Ég hef ætlað nokkrum sinnum að fara á hraðlestrarnámskeið, því að e'g les
hægt, svona miðað við, en ávallt hætt við, h'klega afhræðslu við að það passi
tne'r ekki. Ég hefði áhuga á aðfá applýsingar um þær (þ.e. leiðirnar).
(karl, 21-25 ára)
Maðurinn minn reyndi að leita upplýsinga en gekk illa.
(kona, yfir 40 ára)
Oft er samt svo að þó að menn telji sig hafa löngun til að bæta kunnáttu sína hafa þeir
ekki nægilega orku til þess eða trú á eigin möguleika, sem kemur beint fram í svör-
um sex einstaklinga.
Afþreying og upplýsingaöflun
Fjölmiðlar eru mikilvægur þáttur í lífi nútímamanna. Athyglisvert er það sem fram
kom í viðtölum að tvö af sex heimilum voru ekki áskrifendur að neinu dagblaði, en
ekki var spurt um þetta mál sérstaklega á spurningalista. Öflugasti fjölmiðill nútím-
ans, sjónvarpið, gagnaðist mörgum þátttakendum einnig að takmörkuðu leyti. Af
þeim 61 einstaklingi sem þátt tók í þessari rannsókn sögðust 24 ekki ráða við að lesa
sjónvarpstexta, þrír sögðust stundum geta lesið, stundum ekki. Rúmlega 44% þátt-
takenda treystu sér því ekki til að fylgjast með þýðingum á erlendu sjónvarpsefni.
Níu (tæplega 15%) höfðu náð nægum hraða eftir að skyldunámi lauk en 11 meðan
þeir voru á unglingastigi. I hópi þeirra sem réðu ekki við sjónvarpstexta voru ungir
karlar (16-25 ára) áberandi, en fjórir þeirra sögðu að það gerði ekkert til, þeir hefðu
hvort eð er ekki tíma til að horfa á sjónvarp, þeir ynnu svo langan vinnudag.
Einn þátttakandinn (karlmaður á fertugsaldri) sagðist eingöngu horfa á íslenska
238