Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 241
MARJATTA ÍSBERG
dagskrá, meðan annar sagðist reyna að fylgjast með enska talinu, en ef hann skildi
ekki, þá bæði hann fjölskylduna að þýða.
Af öllu má ljóst vera að lestur getur varla talist til vinsælustu tómstundaiðju þátt-
takenda. Aðeins tveir þeirra nefndu hann. Flestir beindu áhuga sinum á aðrar braut-
ir: 89% sögðust hafa eitthvað verklegt með höndum í frítíma, 78% stunduðu íþróttir
eða útivist einhvers konar, og mikill meirihluti sagðist setja samvistir við fjölskyld-
una á oddinn.
Skólinn í spegli tímans
Þegar litið er á svör þátttakenda við staðhæfingum um skólaárin, má ráða af þeim að
vanlíðan hafi verið almenn: 41 þátttakandi (67,2%) svaraði að honum hefði oft liðið
illa í skólanum32, og 51 (83%) var á þeirri skoðun að lestrarerfiðleikarnir hefðu haft
áhrif á líðan þeirra, þ.e. líðan almennt. Mikill meirihluti taldi einnig að hvorki kenn-
arinn (72,2%) né bekkjarfélagar (62,3%) hefðu skilið vanda þeirra vel. Enginn
tölfræðilegur munur kom fram í svörum fólks í mismunandi aldurshópum hvað
þetta varðaði. Einn þátttakandi sagði jafnvel berum orðum að ekkert hefði breyst, líð-
an leshamlaðra í skóla dagsins í dag væri alveg jafnslæm og einni kynslóð fyrr.
Ég se' stundum alveg fyrir me'r hvernig ég var í skóla. Mér leið illa ískólanum
og honum líður illa ískólanum. Hann er stressaður. Ég er stressaður.
(leshamlaður faðir í viðtali um son sinn sem einnig er leshamlaður)
Þátttakendurnir voru einnig spurðir hvort þeir hefðu fengið sérkennslu og hvern þeir
teldu árangurinn hafa verið og voru þeir beðnir að færa rök fyrir skoðun sinni. Að-
eins 59% höfðu fengið sérkennslu, helmingur þeirra taldi að ekkert gagn hefði verið
að henni. En þar sem aðeins þrír þeirra sem töldu sérkennsluna gagnslausa höfðu
fært rök fyrir þessari skoðun sinni, er erfitt að fullyrða neitt um orsakirnar. Einn sagði
að kennslan hefði verið of lítil en hinir tveir að hún hefði valdið þeim skömm. Jafn-
vel meðal þeirra sem töldu sig hafa haft gagn af henni, voru sumir beggja blands:
já og nei. Það var niðurlægjandi að vera tekinn út úr bekknum.
Viðmót kennara skiptir jmig] afar miklu mdli.
(karl, yfir 40 ára).
Þegar viðmælendurnir voru spurðir um kennsluaðferðirnar, kom í ljós að aðeins
einn kennari hafði notað sérhæfða kennsluaðferð af einhverju tagi. Þetta var í litlu
sjávarþorpi á fyrri hluta 9. áratugarins.
[...] þd er N.N. skólastjóri þar og er með me'r í sérkennslunni, hann kennir
me'r stafi og allt ígegnum leiki, svona hann alveg spilar með mann, maðurfékk
d huga d að lesa ...
(kona, 20-25 ára)
32 í úrvinnslu er jákvæðum svörum steypt saman í eina heild (mjög sammála+frekar sammála) og
neikvæðum í eina heild (mjög ósammála+frekar ósammála), nema annað sé tekið fram.
239
L