Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 242
VIÐHORF O G BJARGARHÆTTIR FULLORÐINNA LESHAMLAÐRA ÍSLENDINGA
Meirihluti kennaranna, jafnvel þeir sem höfðu haft sérkennslu með höndum, hafði
annaðhvort notað svipaðar aðferðir og tíðkast hafa í almennri kennslu eða farið jafn-
vel einfaldari leiðir.
Hann bara lét mig lesa og svo cítti ég að endurtaka þau orð sem ég kunni ekki,
endurtaka og endurtaka, eins lengi og það kom rétt.
(karl á fertugsaldri)
Fleiri en einn þátttakandi nefndu að kennarinn hefði barið hann vegna þess að hann
gat ekki lært.
Það náttúrulega þótti leyfilegt að slá á puttana á manni með kennarapriki og
það hætti ekki fyrr en ég stóð upp sjálfur og braut það [þ.e. prikið]. já, ég var
latninn fyrir það að kunna ekki að lesa.
(rúmlega þrítugur karlmaður)
Einn þátttakandinn (kona) sagðist hafa hætt í skóla eftir að kennarinn hafði slegið
hann í höfuðið með lestrarbók og lauk hann því aldrei grunnskóla.
Á þeim árum sem rannsóknin tók til voru hjálpargögn heldur ekki mjög algeng,
því aðeins tæp 15% þátttakenda töldu að skólinn hefði útvegað þeim öll fáanleg
hjálpargögn. Litlu fleiri eða 16,4% töldu að fullt tillit hefði verið tekið til lestrarerfið-
leika þeirra við próftökur. í flestum tilvikum fóru þessi atriði saman, menn töldu að
skólinn hefði boðið hjálpargögn og að tillit hefði verið tekið til þeirra í prófum. At-
hygli vekur samt að meirihluti þeirra sem svöruðu að skólinn hefði útvegað hjálpar-
gögn og að tillit hefði verið tekið til þeirra í prófum var í yngstu aldurshópunum. Að-
eins tveir af 13 voru í aldursflokki yfir 40 ára, en nær helmingur var á aldrinum 16-25
ára, sem er mun fleiri en hlutfallslega mætti búast við. Virðist það benda til þess að
breytingar hafi orðið á síðustu árum hvað þetta varðar, jafnvel þó að þessar breyting-
ar skili sér ekki í betri líðan allra nemenda (sbr. ummæli föður hér á undan).
Þátttakendur töldu einnig að foreldrar þeirra hefðu ekki fengið neina fræðslu
varðandi lestrarerfiðleika og er hér heldur ekki munur milli aldurshópanna. Þannig
virtust þeir sem á rannsóknartímanum voru á aldrinum 16-25 ára álíta að foreldrar
þeirra hefðu ekki fengið meiri fræðslu en þeir sem þá voru yfir 40 ára. Þrátt fyrir að
skortur hefði verið á fræðslu virtist samt töluverður hluti foreldra hafa reynt að styðja
við bak barna sinna. Þar sem engar tölur er að finna um þátttöku íslenskra foreldra í
námi barna sinna, er ekki hægt að fullyrða hvort leshömluð börn hafi verið í lakari
stöðu hvað heimanámið varðar. Aðalþunginn í námi barnanna virtist hafa legið á
mæðrunum.
]á, mamma gat hjálpað me'r. [...] en hún þurfti náttúrulega einnig að berjast;
pabbi var sjómaður, og hún þurfti að vera útivinnandi líka með okkur fimm,
þannig að það var ekki alltaftími til að...
(karl, 30-35 ára í viðtali)
240