Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 244
VIÐHORF O G BJARGARHÆTTIR FULLORÐINNA LESHAMLAÐRA ÍSLENDINGA
skólatíma og utan hans. Þjálfa þarf nemendur í einbeitingu. Athygli vekur ein at-
hugasemd sem tekur til viðbragða kennara: Verðlauna skal þá sem eiga það skilið -
en oflof getur orðið að háði. Auk þessara ráðlegginga eru kröfur um það sem ekki
megi gera:
Númer eitt, tvö og þrjú [er] að skipa ekki nemendum sem eru með lestrarerf-
iðleika að lesa upphátt fyrir bekkiim í grunnskóla. Fólk með lestrarerfiðleika
fær mikla minnimáttarkennd við svoleiðis og [því] líður illa í skóla.
(kona, 21-25 ára)
Ef nemandi er í sérkennslu, henni sé þannig komiðfyrir að hinir nemendurn-
ir i skólanum komist ekki að því.
(kona, yfir 40 ára)
Ekki eru allir sammála þessu, því að jafnmargir og töldu að ekki mætti taka nemend-
ur út úr tímum, töldu einnig að svo ætti einmitt að gera.
Taka þau út úr bekknum og leyfa þeim að lesa þar sem þau eru undir minnst-
um þrýstingi.
(kona, 35-40 ára)
Athygli vekur hversu margir nefna að aðrir kennarar skólans en sérkennarar viti lít-
ið eða ekkert um leshömlunina og erfiðleikana sem henni eru samfara. Krafan um
fræðslu til þeirra er því mjög áberandi í svörunum. Einnig er kvartað undan því að
upplýsingaflæðið innan skólanna sé ekki fullnægjandi. Vitneskja um leshömlun nem-
andans fer til dæmis ekki lengra en til sérkennara og umsjónarkennara og veldur því
að nemandinn fær ekki þá aðstoð sem honum ber.
Aðstoð við fullorðna leshamlaða
Ekki var heldur mikið af nýjum hugmyndum varðandi kennslu fullorðinna. í hnot-
skurn má segja að hugmyndirnar hafi endurspeglað þann fjölbreytileika sem er með-
al þátttakenda innbyrðis. Þeim hugmyndum sem fram komu má skipta í tvennt, sál-
ræna aðstoð til einstaklingsins sjálfs annars vegar og í áþreifanlegri aðstoð hins vegar.
Af áþreifanlegri aðstoð má nefna greiðan aðgang að greiningu - sem ekki má kosta
mikið, helst svipað verð og hjá heilsugæslulækni, kennslu sem sniðin er að þörfum
hvers og eins og hjálpargögn eins og hljóðbækur og leiðréttingarforrit. Einnig er ósk-
að eftir fræðslu til almennings og aðgengilegum upplýsingum um uppruna og ein-
kenni dyslexíunnar. Sérstaklega er tekið fram að þjónusta Blindrabókasafnsins sé
ekki nægilega aðgengileg fyrir landsbyggðarfólk og að hún sé næstum engin fyrir
fólk á háskólastigi; auka þurfi bókaval safnsins með tilliti til námsmanna. Af hálfu
hins opinbera er einnig óskað eftir aðstoð við framsetningu á rituðu máli, s.s. um-
sóknareyðublöðum og að opinber gögn séu fáanleg á hljóðsnældum. Einnig er óskað
eftir því að skilaboð hins opinbera séu einfaldari. Tveir þátttakendur nefna að þörf sé
242