Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 245
MARJATTA ÍSBERG
á dagblöðum sem eru prentuð með stærra letri. Almennt er óskað eftir meiri umræðu
um málefni leshamlaðra.
Af þessu má sjá hversu erfitt er að koma til móts við þarfir leshamlaðra. Ljóst er
að sumt af þessu er þegar til staðar, en einhverra hluta vegna nær vitneskjan ekki til
leshamlaðra sjálfra. Eins og áður kom fram sögðust 54 af 61 (88,5%) þátttakanda ekki
vita um leiðir sér til aðstoðar. Vandinn er einnig sá að mjög margir leshamlaðir vilja
ekki láta bera á erfiðleikum sínum, en þrá samt að fá aðstoð og bæta kunnáttu sína.
Þrír af þeim sem komu í viðtal nefndu þó að aðstaða þeirra hefði breyst frá því sem
áður var. Að mati 87% svarenda hefur umræða undanfarinna ára haft áhrif í jákvæð-
ari átt. Samt telja flestir að umræðan sé ekki nægileg. Sérstaklega er tekið fram að það
vanti umræðu sem almenningur geti skilið. Einnig vantar upplýsingar um hvernig
eigi að sækja um aðstoð, bæði fyrir börn og fullorðna, en einkum þó fyrir fullorðna.
Þeir sem eiga börn í grunnskóla segjast ekki vita hvert eigi að leita, ef skólinn neitar
að bjóða barninu kennslu við hæfi eða ef þeir vilja fá álit annars sérfræðings en þess
sem skólinn býður. Tveir þátttakendur taka það einnig fram að þeir hafi reynt að ná
sambandi við Dyslexíufélagið, en aldrei fengið svar.
UMRÆÐA
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að íslenskir leshamlaðir glími við
svipuð vandamál og leshamlaðir annars staðar. Hjá um þriðjungi þátttakenda virðast
erfiðleikar skólaáranna og vanlíðan hafa haft varanleg áhrif. Þeir hafa dregið úr sjálfs-
trausti og komið í veg fyrir frekari skólagöngu og þannig stýrt m.a. starfsvali. Þrátt
fyrir það virðist meirihluti þeirra hafa náð tökum á lífinu og fundið sér leiðir til að
draga úr erfiðleikunum. Öfugt við það sem fram kemur í erlendum rannsóknum
(Fink, 2000; Skaalvik, 1994 o.fl.) telja íslenskir leshamlaðir stöðu sína meðal félaga
vera sterka. Þeir virðast vera á þeirri skoðun að leshömlunin ein geti ekki komið í veg
fyrir að þeir verði valdir til forystu. Samt virðast þeir ekki sjálfir treysta sér til virkr-
ar þátttöku í sameiginlegum málum þjóðfélagsins og vilja oft draga sig í hlé.
Ekki fannst munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, en hugsanlegt er
að sá munur sé til staðar, jafnvel þó að ekki hafi tekist að finna hann hér. Munur var
aftur á móti á milli kynslóðanna og virðast eldri aldursflokkar hafa meiri tilhneigingu
til þunglyndis en þeir yngri og eru líklegri til að hafa lélega sjálfsmynd, en tæplega
30% nefna slíkt. Ungir karlar virðast aftur á móti hafa neikvæðari afstöðu til skólans
og telja að þeir hafi haft lítið sem ekkert gagn af sérkennslunni sem hann bauð.
Áhugavert væri að gera aðra viðhorfskönnun eftir 5-10 ár meðal þeirra sem nú eru
að ljúka grunnskóla og bera saman svör þeirra við þau sem nú fengust frá aldurshópi
16-25 ára, en miklar breytingar hafa orðið á sérkennslumálum undanfarin ár.
Það sem einkennir yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem þátt tóku í þessari rann-
sókn er skortur á aðgengilegum upplýsingum um uppruna hömlunarinnar og vit-
neskju um leiðir sér til aðstoðar. Þeir fullorðnu sem vilja fá greiningu, telja það flók-
ið mál og dýrt að sækja hana og vilja að hægt væri að reka slík mál hjá eigin lækni.
Þeir sem eiga börn á grunnskólaaldri hafa áhyggjur af framtíð þeirra og telja margir
243