Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 246
VIÐHORF O G BJARGARHÆTTIR FULLORÐINNA LESHAMLAÐRA ÍSLENDINGA
að þó að hlutirnir hafi batnað, þurfi menn enn að berjast til að fá þjónustu. Foreldrar
vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér ef þeir eru ekki ánægðir með afgreiðslu skólans.
Flestir óska einnig eftir meiri og opnari umræðu og trúa því að hún geti haft áhrif á
líðan þeirra og stuðlað að meiri skilningi.
Menn telja einnig að almennt sé lítil þekking á leshömlun meðal kennara og að
upplýsingaflæðið innan skólanna sé lélegt hvað varðar vandamál einstakra nem-
enda. Endurmenntun eldri kennara og meiri fræðsla um leshömlun í grunnmenntun
nýrra gæti lagað þetta og greitt leiðina að stuðningsaðgerðum, bæði fyrir börn og
fullorðna.
Kvartað er einnig undan þjónustu bókasafna varðandi hljóðbækur og því mætti
spyrja hvort ekki megi styrkja þessa þjónustu bæði á höfuðborgarsvæðinu og á
landsbyggðinni og hugsanlega jafnvel að endurskilgreina hlutverk Blindrabóka-
safnsins.
Þátttakendur virðast flestir vera fylgjandi þeim stuðningsaðgerðum sem hafa ver-
ið lýsandi fyrir stefnu grunnskólans undanfarin tíu ár, en telja að framkvæmdirnar
séu ekki nægilegar.
Erfiðara er aftur á móti að ákveða hvernig eigi að koma til móts við þarfir fullorð-
inna leshamlaðra. Ennþá höfum við litla reynslu og skoðanir eru svo mismunandi að
vandséð er hvernig hægt er að uppfylla óskir allra.
LOKAORÐ
Mjög margir þeirra fullorðnu sem tóku þátt í þessari rannsókn vildu alls ekki að það
fréttist að þeir ættu í erfiðleikum með lestur. En hvernig er hægt að hjálpa fólki sem
vill vera í felum? Ljóst er samt að einhverjar nýjar leiðir þyrfti að finna fyrir þá sem
eru á vinnumarkaðnum og nú ólæsir frá starfrænu sjónarmiði. Meðan atvinnu-
ástandið er gott er hættan ekki eins mikil, en með meiri sérhæfingu og breyttum at-
vinnuháttum í framtíðinni mun þessi hópur verða mjög viðkvæmur. Hugsanlegar
sveiflur á atvinnuástandi bitna mest á honum, þar sem erfitt er fyrir hann að afla
nýrrar þekkingar og vera sveigjanlegur í samræmi við breytta tíma. Ástæða væri fyr-
ir menntamálaráðuneytið að setja á laggirnar nefnd til að kanna hvernig best væri að
koma þessum hópi til aðstoðar, hvernig á að ná til hans og hvers konar kennslufyrir-
komulag mundi henta honum, og síðast en ekki síst: Hver eigi að bera kostnað af slík-
um aðgerðum?
Heimildir
Alpjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála: lnternational
statistical classification ofdiseases and related health problems: 10. endurskoðun (1996).
Magnús Snædal (Ritstj.). Örn Bjarnason, Jóhann Heiðar Jóhannsson og Magnús
Snædal (þýðendur). Reykjavík: Orðabókasjóður læknafélaganna.
American Psychiatric Association (1994). Diagnostic and statistical manual of mental
disorders (4. útgáfa). Washington.
Fink, R. P. (1995-1996). Successful dyslexics: A constructivist study of passionate
interest reading. Journal of Adolescent and Adult Literacy, 39 (4), 268-280.
244