Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 251
BORKUN HANSEN
framtíð barnanna. Margir líta á sig sem kennara í þröngum skilningi
orðsins, fagmenn sem miðla fróðleik, ekki skapandi fræðara með fram-
tíðarsýn.
Gill og félagar (2001:3) benda á í bókinni Rhetoric Versus Reality. What We Knozv anci
What We Need to Knoiv About Vouchers and Charter Schools að í Bandaríkjunum hafi við-
leitni til breytinga og umbóta á almenningsskólum ekki verið nægjanleg til að koma
til rnóts við þá gagnrýni að skólarnir gegni ekki hlutverki sínu nægilega vel. Segja
þeir að margir áhugamenn um umbætur í skólastarfi hafi misst þolinmæðina og telji
breytingar á rekstrarfyrirkomulagi skóla einu leiðina til umbóta, s.s. með ávísanakerfi
í skólastarfi (vouchers)38 eða verktaka- eða samningsskólum (charter schools)™. Þess-
ir gagnrýnendur telja að sú viðleitni að búa til áætlun um breytingar eða beina fjár-
magni að einhverjum afmörkuðum þáttum sé dæmd til að mistakast, reynslan sýni
það. Þeir telja m.ö.o. að ekki sé mikils að vænta af breytingum sem byggjast á þeirri
hugmyndafræði að stokka upp ríkjandi ferli í skólastarfi (programmatic changes).
Hinn dæmigerði almenningsskóli sé fastur í viðjum hefða, skrifræðis og þrýstihópa.
Hann sé því ósveigjanleg stofnun sem sé lítt fær um að laga sig að aðstæðum nem-
enda og foreldra. Sjálfstæði skóla þurfi að auka og það sé best gert með ávísanakerfi
eða samningsskólum.
Það er því áhugavert að skoða hvað felst í ofangreindum hugmyndum um breyt-
ingar á rekstrarfyrirkomulagi almenningsskóla. Með hvaða hætti stuðla þær að aukn-
um sveigjanleika og sjálfstæði skóla? Leiðir slíkt rekstrarfyrirkomulag til betri náms-
árangurs? Hvers má vænta af tilrauninni með Áslandsskóla í Hafnarfirði? Þetta eru
spurningar sem reynt verður að svara hér á eftir. Umræðan verður afmörkuð við skrif
bandarískra fræðimanna um samningsskóla en þar hefur gróskan verið mest í kring-
um þá skólagerð. Fyrst verður aftur á móti fjallað um gildi almenningsskóla og ávís-
anakerfi við rekstur þeirra en líta má á það fyrirkomulag sem fyrirrennara samnings-
skólanna.
ALMENNINGSSKÓLAR OG REKSTUR ÞEIRRA
Á Vesturlöndum er það almennt viðurkennt að stjórnvöld reki almenningsskóla. Oft-
ast er það með þeim hætti að sveitarfélög eða ríki eiga skólana og reka þá fyrir al-
mannafé sem innheimt er með sköttum. Ráðstöfun þessi byggist einkum á þeirri hug-
myndafræði að öll börn eigi að hafa sömu tækifæri til að afla sér menntunar, óháð bú-
setu, efnahag og kynþætti, svo eitthvað sé nefnt. Einkaskólar eru aftur á móti stofn-
38 „Voucher" er skólastyrkur sem fylgir hverjum nemanda í formi ávísunar eða innleggsnótu. Nem-
andi velur skóla til að sækja í samráði við foreldra og greiðir fyrir skólagönguna með ávísuninni.
39 í greininni verða „charter schools" kallaðir samningsskólar. Athugið að hér er ekki urn einkaskóla
að ræða heldur opinbera skóla þar sem einkaaðilar sjá um reksturinn. Einkaskóli (private school)
er aftur á móti einkarekin stofnun sem innheimtir gjöld af nemendum sínum, getur starfað eftir
sjálfstæðri námskrá, valið um hverjir sækja skólann, o.fl.
249