Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 255
BÖRKUN HANSEN
• Gera samning. Fulltrúar starfshópsins bera áætlun sína undir fræðsluyfirvöld
og leita eftir því að fá hana samþykkta.
Ef samningar nást um starfsemi skólans hefur hann göngu sína með svipuðum hætti
og aðrir almenningsskólar í viðkomandi umdæmi. Starfsleyfið eða samningurinn
gildir í ákveðinn tíma, t.d. til þriggja til fimm ára án endurnýjunar. Skólinn fær
ákveðna upphæð með hverjum nemanda sem er sambærileg við þá sem veitt er til
hefðbundinna almenningsskóla sem reknir eru á vegum umdæmisins. Samnings-
skólinn fær aftur á móti mun meira frjálsræði um meðferð sinna fjármuna. Hann get-
ur með öðrum orðum ráðstafað fénu í samræmi við sín markmið, námskrá og aðrar
áherslur án íhlutunar fræðsluyfirvalda.
Weil (2000:66-68) bendir á að stofnkostnaður geti verið mjög mikill en hann fari
eftir aðstæðum. Stundum sé um það að ræða að hefðbundnum skóla eða einkaskóla
sé breytt í samningsskóla og stundum geti verið um algjörlega nýja stofnun að ræða
með tilheyrandi nýbyggingum eða breytingum á húsnæði sem þegar er til afnota.
Viðkomandi samningsskóli verði að útvega fé fyrir stofnkostnaði með samningum
við stuðningsaðila eða með öðrum leiðum. Um leið og nemendur hefji nám við skól-
ann fáist greiðsla með hverjum nemenda. Hann segir jafnframt að athuganir sýni að
fjárhagsvandi samningsskóla sé víða mikill, einkum þar sem byrjunarkostnaður er
hár og kennsluhættir þess eðlis að nemendur eru tiltölulega fáir í bekk. Þá bendir
Weil (2000:66-68) á að mjög mismunandi sé milli fylkja hvernig stutt er fjárhagslega
við stofnendur samningsskóla og hvernig kennarar eru ráðnir að þeim. Stundum eru
þeir ráðnir að skólunum beint og gerðir við þá tilheyrandi samningar. í öðrum tilvik-
um eru þeir starfsmenn viðkomandi fræðsluumdæmis og starfa eftir sömu samning-
um og aðrir kennarar.
Samkvæmt Weil (2000:3-4, 39-62) eru samningsskólar í Bandaríkjunum afar mis-
munandi að umfangi og innri gerð. Flestir eru fámennir með milli 150 og 200 nem-
endur. Um 60% þeirra eru nýjar stofnanir, um 25% hefðbundnir skólar sem hefur ver-
ið breytt í samningsskóla og um 13% fyrrum einkaskólar. Þá eru námskrár og
kennsluaðferðir í þessum skólum afar mismunandi. Sumir skólar leggja áherslu á
menningarlegar rætur íbúanna á viðkomandi svæði, enn aðrir á tvítyngi og mark-
visst máluppeldi, sjálfsnám og markvisst námsumhverfi, gagnrýna hugsun og sjálf-
stæði nemenda, menningarlegan margbreytileika og einstaklingsbundið nám, svo
eitthvað sé nefnt.
Weil segir (2000:7-8) að ekki megi rugla þessari skólagerð saman við svokallaða
segulskóla (magnet schools) sem eru almenningsskólar reknir af viðkomandi
fræðsluyfirvöldum til að laða að nemendur af ákveðnu svæði á sérstakar námsbraut-
ir. Þá bendir hann á að ekki megi heldur rugla saman samningsskólum og hugmynd-
um um ávísanakerfi í skólastarfi. Samningsskólar sé fyrirkomulag við stofnun og
rekstur opinberra almenningsskóla en ávísanakerfið byggist á einkavæðingu al-
menningsskóla. Samningsskólar megi t.d. ekki vera reknir af trúarhópum og um inn-
heimtu á skólagjöldum sé ekki að ræða. Þeir verða þvert á móti að vera öllum opnir
og síðast en ekki síst verði þeir að sýna fram á að þeir nái settum markmiðum um
námsárangur.
253