Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 257
BORKUN HANSEN
Rannsóknir benda til þess að foreldrar nemenda í samningsskólum séu almennt
mjög ánægðir og meti mikils að geta valið um skólagerðir, samanber Gill og félaga
(2001 :xvi, 118). Þeir benda einnig á að rannsóknir sýni að foreldrar almennt telji val-
kosti í skólamálum talsverða; einkaskólar séu víðast aðgengilegir, segulskólar víða
starfræktir, frjáls aðgangur sé víða við lýði og ýmsir sérskólar í boði. Einnig megi
-benda á að þegar foreldrar fjárfesti í húsnæði sé mjög algengt að gæði nærliggjandi
skóla ráði miklu um valið. Val um skóla sé því talsvert í hinu hefðbundna kerfi og
álitamál hve miklu samningsskólar breyti þar um. Það ráðist líklega mest af gæðum
og framboði slíkra skóla í framtíðinni.
Athuganir á því hverjir sækja samningsskóla benda til þess að þeir þjóni engum
sérstökum hópi frekar en öðrum (Gill og félagar 2001:xvi, 152-153). í einum skóla geti
nemendur t.d. verið að stórum hluta úr efnalitlum minnihlutahópum eða nemendur
með sérþarfir þegar sá næsti þjóni einkum efnahagslega vel stæðu fólki og nemend-
um sem eru góðir námsmenn. Svo virðist samt sem áður að þeir sem sækja samnings-
skóla séu með lítið eitt lægri einkunnir á stöðluðum prófum en þeir sem sækja hefð-
bundna skóla. Þá er hlutfall nemenda með sérþarfir í samningsskólum lítið eitt lægra
að meðaltali en í hefðbundnum skólum. Segja þeir rétt að benda á í þessu sambandi
að samningsskólar séu yfirleitt fámennir sem geti þýtt að foreldrar barna með sér-
þarfir sendi börn sín frekar í fjölmenna hefðbundna skóla en vegna stærðar sinnar
eru þeir yfirleitt vel í stakk búnir til að mæta þörfum slíkra nemenda. Þetta þurfi að
rannsaka frekar sem og hvaða áhrif enn meiri fjölbreytni í hefðbundnu skólastarfi
hefði á aðsókn að samningsskólum.
Gill og félagar (2001:xv, 182-183) segja að samskipan nemenda í samningsskólum
hafi lítið verið rannsökuð til þessa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið bendi til
þess að dreifing nemenda af mismunandi kynþáttum, þjóðerni og félags- og efna-
hagslegri stöðu foreldra sé sambærileg við það sem gerist í hefðbundnum skólum.
Þeir benda aftur á móti á að rannsóknir á auknu vali á skólum í Bandaríkjunum og
annars staðar, t.d. í tengslum við einkaskóla, bendi til þess að aukið val um skóla-
gerðir stuðli að aukinni sundurgreiningu nemenda. Ahrif samningsskóla á samskip-
an nemenda sé aftur á móti margslungið fyrirbrigði sem þurfi frekari rannsókna við.
Gill og félagar (2001:xvii, 200) benda á að engar rannsóknir liggi fyrir um hvernig
tekst að gera börn og unglinga er ganga í sanmingsskóla að nýtum þjóðfélagsþegn-
urn enda þótt það sé eitt af meginmarkmiðum með opinberu skólastarfi. Þessu verði
að ráða bót á því tilvist og framtíð samningsskóla og aukins frjálsræðis í skólamálum
ráðist ekki hvað síst af því hvernig tekst að ná því markmiði.
ÁLYKTANIR
Eins og áður segir þá er helsta ástæðan fyrir þeirri óánægju sem víða gætir í garð
hefðbundins skólastarfs að það sé þungt í vöfum og fast í viðjum hefða og skrifræð-
is. Allar breytingar gangi hægt fyrir sig sem leiði til þess að skólinn lagi sig illa að
þörfum samfélagsins. Hinir áhrifamiklu talsmenn aukinnar markaðsvæðingar í
skólamálum í Bandaríkjunum, Chubb og Moe, benda á í bók sinni Politics, Markets
255