Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 258
STUÐLAR EINKAREKSTUR ALMENNINGSSKÓLA A Ð BETRA SKÓLASTARFI?
and America's Schools (1990:11-12) að sú þróunarvinna sem eigi sér stað sé af hinu
góða en sé svo umfangslítil að hún leiði til óverulegra breytinga. Ymsir hópar í
menntakerfinu viðhaldi ríkjandi ástandi til að gæta hagsmuna sinna en eina leiðin til
róttækra breytinga sé að færa skólana nær almenningi með markaðsvæðingu og auk-
inni samkeppni. Þannig verði skólinn lýðræðislegri og betur tengdur hagsmunum
þeirra sem hann á að þjóna.
Hin umfangsmikla samantekt Gills og félaga (2001) bendir til þess að foreldrar séu
almennt ánægðir með það fyrirkomulag að gefa sent börn sín í samningsskóla. Sú
skólagerð er liður í að markaðstengja skóla og losa þá undan viðjum hefða, miðstýr-
ingar og skrifræðis. Athugun þeirra bendir aftur á móti ekki til að ráðstöfun þessi
skipti sköpum fyrir námsárangur nemenda.
Enda þótt rannsóknirnar sem þeir félagar lögðu til grundvallar séu misítarlegar og
á sumum sviðum séu engar rannsóknir fyrir hendi þá má segja að þær gefi vísbend-
ingar um að samningsskólar valdi engri byltingu í skólastarfi. Þeim hefur þó fjölgað
talsvert á síðastliðnum áratug. Það má e.t.v. skýra með tilvísun til hugmyndafræðinn-
ar um aukið val á námstækifærum frekar en að samningsskólar stuðli að betri náms-
árangri en hefðbundnir skólar. Mikil ánægja hagsmunaaðila með skólana er e.t.v.
nægilegur rökstuðningur fyrir ágæti þeirra. Þess ber þó að geta að val foreldra á skól-
um ræðst af fleiri þáttum en námsárangri einum og sér, s.s. staðsetningu skólanna, fé-
lagahópi barnanna, námsáherslum, o.fl. Ymislegt sem tengist þessu fyrirkomulagi
þarfnast þó frekari rannsókna enda til þess að gera stutt síðan fyrstu skólarnir voru
settir á laggirnar.
Eins og áður segir er grunnhugmyndin með samningsskólum að opna fyrir þann
möguleika að setja á laggirnar opinbera skóla sem eru öllum opnir en lausir úr viðj-
um reglna og hefða sem hinn hefðbundni almenningsskóli býr við. Ein forsendan
sem gengið er út frá er að hið aukna sjálfstæði og frjálsræði sem því fylgir skapi
grundvöll fyrir betri námskrám og markvissari vinnubrögðum, s.s. við stjórnun,
setningu markmiða, forgangsröðun verkefna, ráðningar starfsfólks, vali kennslu-
hátta, o.s.frv. Það virðist þó ekki skipta sköpum fyrir árangur að losna úr viðjum mið-
stýrðs regluverks, hefða og þrýstihópa ef litið er til samantektar Gills og félaga. Það
er því álitamál hvort þau innri skilyrði skapist sem gengið er út frá í hugmyndinni
um samningsskóla og markaðstenginu í skólastarfi.
í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að nútímastjórnunarhættir og ytri skilyrði
ýmiss konar krefjast ítarlegra og nákvæmra reglna um alla mikilvæga þætti í viðkom-
andi starfsemi. I samningsskólum eru til að mynda gerðar námskrár og útbúnar
vinnureglur sem ætla má að séu ekki síður ítarlegar en í hefðbundnum skólum. Þar
skapast jafnframt hefðir um skólastarfið líkt og í öllum öðrum stofnunum. Þær hefð-
ir mótast m.a. af námskrá, vinnulagi og starfsanda sem myndast í sérhverjum skóla.
Setja þarf reglur um þætti eins og námsástundun, námsgreinar, agamál, kennslutíma,
próf, o.fl. og skiptir þá ekki miklu hvert rekstrarform skólans er. Það er því allt eins
líklegt að í samningsskólum myndist hefðir, reglur og fyrirkomulag sem eru um
margt sambærileg við það sem gerist í hefðbundnum skólum.
Þá má einnig benda á að reglur, hefðir og áhrif þrýstihópa eru ekki síður fyrir
256