Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 259
BORKUN HANSEN
hendi í einkafyrirtækjum en opinberum stofnunum. Má þar nefna viðskiptavini,
keppinauta, stjórnmálamenn, héraðsstjórnir, o.s.frv. Starfsmenn tilheyra einnig fagfé-
lögum, verkalýðsfélögum eða öðrum slíkum félagsskap sem líta má á sem hags-
munahópa og þrýstihópa og skiptir þá engu hvort um einkafyrirtæki eða opinberar
stofnanir er að ræða. Hugmyndin um að samningsskólar losi skólastarf undan áhrif-
um þrýstihópa er því ef til vill ekki alls kostar sannfærandi, enda eru foreldrar barna
í samningsskólum, kennarar og aðrir hagsmunaaðilar ekki síður líkleg til að skapa
þrýsting á skólastarf með sambærilegum hætti og gert er í hefðbundnum skólum.
Þessu til viðbótar má benda á að sýn talsmanna samningsskóla á hefðbundna skól-
ann er um margt einsleit. Þeir ganga allflestir út frá því að hefðbundnir skólar séu
hver öðrum líkir, fastir í viðjum hefða, skrifræðis og þrýstihópa. Þá er ekki tekið tillit
til innbyrðis munar á milli skóla. Suma má flokka sem góða skóla þar sem framsæk-
in, fagleg viðhorf eru ráðandi. I samráði við hagsmunaaðila er unnið að þróunarverk-
efnum af ýmsu tagi og skólastarf við lýði sem einkennist af framförum og auknum
gæðum á öllum sviðum. Aðra skóla má flokka sem miður góða. Ef til vill ræður þar
stjórnleysi ríkjum og vinnubrögð og hefðir lítt fallin til að laða fram það besta hjá
starfsfólki og nemendum. Þróun og umbætur eru ekki hluti af virku innra starfi slíkra
skóla og þeir ekki vel í stakk búnir til að laga sig að breytilegum aðstæðum og sinna
hlutverki sínu. Eins og Gill og félagar benda á þarf að beina kastljósinu jafnt að inn-
byrðis mun milli hefðbundinna skóla sem og milli hefðbundinna skóla og samnings-
skóla því ef til vill er nægjanlegt svigrúm í hefðbundnum skólum til að laða fram þá
þætti sem eiga að raungerast í samningsskólum.
Það er því umhugsunarvert hvort þær hugmyndafræðilegu forsendur samnings-
skólanna séu raunverulegar og hvort þau skilyrði sem búist var við hafi skapast.
Ágæti aukins sjálfstæðis og sjálfræðis skóla er almennt viðurkennd sem gild stefna
en álitamál hvort rekstrarformið skipti þar sköpum, þ.e. að almenningsskóli rekinn í
anda einkafyrirtækis skapi í raun það frjálsræði sem ætlast er til. Með öðrum orðum
þá er ekki víst að rekstrarfyrirkomulagið hafi mjög mikil áhrif á innra starf skóla.
Hefðbundnir skólar standa jafnframt yfirleitt öllum opnir þannig að nemendur geta
valið og farið í þá skóla sem þeir helst kjósa. Samkeppni milli hefðbundinna skóla er
því talsverð og spurning hve miklu samningsskólar breyta þar um. Segja má að
vandinn í skólastarfi liggi fyrst og fremst í því að ná til nemenda og virkja þá sem
námsmenn. Þetta er atriði sem einkum hefur með viðhorf, gildi og starfshætti nem-
enda og kennara að gera. Ef rekstrarfyrirkomulagið skiptir sköpum við að efla þessa
þætti hefðu rannsóknir sýnt fram á það með afgerandi hætti og málinu þá öðruvísi
farið.
ÁSLANDSSKÓLI
Væntingar þeirra sem standa að tilrauninni með samningsskóla í Áslandi í Hafnar-
firði eru miklar. I samningnum um verkefnið segir (Samningur um kennslu og þjón-
ustuverkefni við Grunnskóla í Áslandi, Hafnarfirði, maí 2001):
257