Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 261
BÖRKUN HANSEN
er afar mismunandi á samræmdum prófum og því ekki úr vegi að fullyrða að skól-
arnir séu jafn mismunandi og þeir eru margir (sjá skýrslur Námsmatsstofnunar).
Rannsóknir á innbyrðis mun milli hefðbundinna skóla eru því ekki síður mikilvæg-
ar en rannsókn á hvernig gengur í Áslandsskóla.
Þess ber að geta að Áslandsskóii fylgir Aðalndmskrd grunnskóla og útfærir liana
með skólanámskrá líkt og gert er í öðrum grunnskólum. I Bandaríkjunum mótar hver
samningsskóli eigin námskrá en verður að sýna fram á að námsárangur sé ekki síðri
en almennt gerist. í einstökum fylkjum verða samningsskólar að taka tillit til fylkis-
námskráa. Svigrúm í Áslandsskóla til þess að móta innra starf sitt virðist því ekki eins
mikið og víðast hvar í Bandaríkjunum og í raun lítt frábrugðið því sem almennt ger-
ist í grunnskólum hér á landi. Einnig virðast sérsamningar við kennara svipaðir al-
mennum samningum við kennara. Því er mikilvægt að fylgjast með þróun skóla-
starfsins í Áslandsskóla og reyna að meta hvort og hvernig þau innri skilyrði raun-
gerist eins og hugmyndir verktakans og yfirvalda í Hafnarfirði gera ráð fyrir.
NIÐURLAG
Hugmyndir um breytingar í skólastarfi eru mikilvægar, ekki hvað síst róttækar hug-
myndir er setja spurningarmerki við hefðbundin atriði. Hugmyndir um að mark-
aðsvæða almenningsskóla eru um hálfrar aldar gamlar en hafa á síðasta áratug feng-
ið aukna athygli. Hugmyndin um að markaðsvæða almenningsskóla með samnings-
skólum er nýleg og hefur haft mikil áhrif í Bandaríkjunum og víðar, s.s. í Bretlandi,
Kanada og á Nýja Sjálandi (Dobbin 1997). Segja má að hugmyndin sé það róttæk að
hún geti rutt úr vegi gömlum hefðum við rekstur almenningsskóla. I henni felst að
skólar verði mismunandi úr garði gerðir og val nemenda á skólum ráði ríkjum. Geng-
ið er út frá því að aukið sjálfstæði skóla og frjálsræði í skólastarfi, ásamt samkeppni
um nemendur, laði fram meiri umbætur í skólastarfi en gerist við hefðbundnar að-
stæður. Mikilvægt er að rannsaka og nieta hugmyndir af þessu tagi því áhrif þeirra
geta verið mikil, til góðs og ills (sjá t.d. Berliner og Biddle 1995, Murphy 1996, Salt-
man 2000, Apple 2001).
Tilraunin með Áslandsskóla í Hafnarfirði er athyglisverð, þ.e. til að einkareka al-
menningsskóla hér á landi. Ætla má að bæjaryfirvöld leggi metnað í að meta afrakst-
ur hennar en í markmiðum með tilrauninni segir: „Rík áhersla er lögð á árangur verk-
efnisins, bæði hvað varðar árangur í kennslu, uppeldi hafnfirskrar æsku og fjárhags-
legan árangur. " Grundvallaratriði í þessu sambandi er að kanna hvort og hvernig
einkarekstur leiðir til aukins svigrúms í innra starfi skólans og bera það saman við
liefðbundna skóla. Jafnframt er mikilvægt að meta hvaða áhrif þetta fyrirkomulag
hefur á starfsemi hefðbundinna skóla.
Eins og áður segir er ekki líklegt að tilraunin valdi straumhvörfum varðandi
námsárangur, samanber rannsókn Gills og félaga (2001). Með öðrum orðum þá benda
rannsóknir ekki til þess að þetta rekstrarfyrirkomulag geri kennara meira „skapandi
sem fræðara með framtíðarsýn" er skili sér í auknum námsárangri nemenda. Samn-
ingsskólar eru eigi að síður athyglisverð hugmynd um rekstur almenningsskóla sem
vert er að fylgjast vel með.
259
L