Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 268
HVAR ER DROTTNINGIN?
Margar myndir af beinagrindum höfðu verið teiknaðar um miðbik 18. aldar en inn-
byrðis munur á milli þeirra var talsverður. Skoskur líffærafræðingur og læknir að
nafni John Barclay taldi þessar teikningar birta réttustu myndina af beinagrindum
kynjanna. Axlir og rifbein konunnar voru höfð frekar rýr en það átti sinn þátt í að láta
mjaðmagrindina virka mjög stóra. Strúturinn var valin til samanburðar þar sem hann
var talinn vera með hlutfallslega stærstu mjaðmagrind allra dýra og hæfilega litla
hauskúpu. Auk þess var algengt á þessum tíma að konum væri líkt við fugla eftir að
eggið og eggjastokkarnir uppgötvuðust í þeim. Beinagrind karlsins var líkt við sterk-
lega beinagrind hestsins. Um 1820 kom í ljós að konur reyndust hafa hlutfallslega
stærri hauskúpu en karlar miðað við fínleika beina. Barclay útskýrði það þá þannig
að börn hefðu einnig hlutfallslega stórt höfuð en afar ófullkomna hugsun. Því hætti
stærð hauskúpunnar að vera atriði í rannsóknum á greind (Schiebinger,
1989:203-207). Þetta dæmi sýnir að rannsóknarspurningar ekki síður en svör hafa
mótast af kyni rannsakandans.
Slíkar heimspekihugmyndir og pólitík hafa mótað vestrænt samfélag í hundruð
ára og lýsingar á kynfrumunum hafa ekki farið varhluta af því. í rannsókn þar sem
Wagner, Elejabarrieta og Lahnsteiner (1995) athuguðu viðhorf og skilning fólks á
frjóvgunarferlinu kom fram að það tengdi sáðfrumuna við kynhlutverk karls og lýsti
henni sem „virkari, harðari, sterkari og meira ráðandi" heldur en eggið sem var að
sjálfsögðu tengt við kvenhlutverk. Um það voru notuð orð eins og „óvirkt, milt og
undirgefið" (bls. 684). Þessa lýsingu gaf almenningur en lífvísindamenn fyrr og síð-
ar virðast hafa haft sömu áherslur.
Um 1890 staðfestu Geddes og Thomson í bók sinni The Evolution of Sex að frjóvg-
un yrði við samruna sæðisfrumu og eggs. Þeir töldu að það sem hvetti sáðfrumurn-
ar áfram væri hungur þar sem eggið væri umlukið næringu sem sæðisfrumurnar
girntust (BGSG, 1988-1994:2). Rannsóknir jukust í réttu hlutfalli við aukna tækni í
vísindum og stöðugt komu fram nýjar upplýsingar. Menn þóttust sjá að sæðisfrum-
an væri orkusprengja sem træði sér í gegnum eggið og sæðisfruman hefði sérstakt
efni á höfðinu sem tengdi hana við eggið. Seinna bættist við að úr hjálmi frumuhöf-
uðsins kæmu örvandi ensím sem brytu niður hjúp eggsins og það ásamt ofurkrafti
kæmi henni í gegn. Hún hafði þá ekki bara hjálm heldur líka vopn eins og alvöru
riddari (Martin, 1999:108).
Ógnarkvendið og fórnarlambið
í byrjun 9. áratugs 20. aldar örlaði á breyttum áherslum. Árið 1980 voru vísinda-
mennirnir Gerald og Helen Schatten fyrst til að uppgötva að eggið var kröftugra en
áður var haldið. Þau fundu út að þegar sáðfruman snertir eggið fer hún ekki endilega
um leið í gegnum það heldur er eins og „örtotar sem umlykja yfirborð eggsins fram-
lengist (stækki), handsami sáðfrumuna og dragi hana rólega inn"(BGSG,
1988-1994:5)45. Þau skrifa grein um þessar nýju uppgötvanir árið 1983 sem bar titilinn
45 „...when the sperm contacts the egg, it does not burrow through. Rather, tlie egg directs the
growth of microvilli, small fingerlike projections of the cell surface, to clasp the sperm and slowly
draw it into the cell" (bls. 109).
266