Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 269
BERGLIND RÓS MAGNÚSDÓTTIR
„Hið kröftuga egg". Þar gera þau grín að þeirri hugmynd að eggið sé eins og Þyrni-
rós sem bíði eftir kossi prinsins. Þau töldu ævintýraminnið um hina óhamingjusömu
stúlku Grimmsævintýranna sem bíður bjargvættarins á hvíta hestinum nú orðið úr-
elt í þessu samhengi. Nýjustu rannsóknir bentu til allt annars, þ.e. að báðar kynfrum-
urnar væru virkir þátttakendur (Schatten og Schatten, 1983:29).
Emily Martin (1999) deilir á fræðiskrif um þessi efni. Þar segir hún m.a. frá því
þegar vísindamenn á rannsóknarstofu Johns Hopkins háskóla unnu að því að þróa
getnaðarvörn sem átti að virka á sæðisfrumurnar. Þá komust þau óvænt að því að
hinn umtalaði þrýstingur sæðisfrumunnar á hjúp eggsins var mun minni en áður var
haldið. í stað þess að þrýsta höfðinu í átt að himnunni virtist sáðfruman hreyfa haus-
inn fram og til baka og til hliðar við eggið. Enda þótt afl sáðfrumnanna væri nægilegt
til að komast í gegnum hjúpinn eyddu þær mestum hluta orkunnar í fráhvarfs- og
hliðarhreyfingar. Sæðisfrumurnar virtust sem sagt ekki eins „gáfulegar" og mark-
vissar og áður var haldið og ljóst varð að til að frjóvgun gæti átt sér stað þyrfti virkni
eggs að vera fyrir hendi (1999:108).
Þrátt fyrir þessar uppgötvanir bar ekki á miklum breytingum í skrifum þessara
vísindamanna Johns Hopkins háskóla. Eini greinanlegi munurinn var sá að minna
var gert úr atgangi sáðfrumunnar þegar hún kæmi að egginu. Samkvæmt Emily
Martin var það ekki fyrr en 1987, nokkrum árum seinna, sem vísindamennirnir sáu
sér fært að fjalla á annan hátt um þátt eggsins í frjóvguninni. Þá tóku þeir tillit til
virkni eggsins en lýstu því þá sem „árásarhneigðum sáðfrumuflagara, þöktum lím-
kenndum sameindum sem gætu fangað sáðfrumu með aðeins einni snertingu til að
klófesta hana við yfirborð sitt".46 Martin gagnrýnir einnig frásögn þeirra SclTatten-
hjóna því hún telur að þrátt fyrir hinar merku uppgötvanir þeirra megi samt greina
það hetjuviðhorf gagnvart sáðfrumunni sem þau gagnrýna. Þau lýsa hvernig „kyn-
frumurnar snertast fyrst þegar oddurinn á þrílTyrndum hjálmi sáðfrumunnar skýst
eins og tundurskeyti á yfirborð eggsins". Sáðfrumurnar minna enn á hermenn, hetj-
ur sem fórna sér fyrir málstaðinn. Þau gera eggið að tortryggilegri frekju sem trufli
eða grípi inn í stungu sáðfrumunnar með því að tjóðra sáðfrumuna við sitt slímuga
yfirborð og gleypa rétt eins og köngulóin gerir við fórnarlömb sín (bls. 109).
Emily Martin telur þessar lýsingar birta eina af hinum nýju kvenímyndum þar
sem reynt sé að gera hina „aktífu" konu tortryggilega þar sem hún sé hættuleg og læ-
vís. Hún er í raun flagð undir fögru skinni og fer illa með karlmenn, svona eins kon-
ar ógnarkvendi (femme fatale). Þetta viðsjárverða kvenminni má einnig sjá í nýleg-
um kvikmyndum og leikritum.47 Gross og Levitt (1994:5) við Johns Hopkins háskóla
svara þessari gagnrýni m.a. með því að benda á að ef þeir ásamt Scfrattenhjónum
hefðu ekki gert þessar uppgötvanir væri því enn haldið fram að eggið væri óvirkt og
að sáðfruman væri hin orkumikla bardagahetja. Því ættu þeir hrós skilið frá femínist-
um.
46 Þessi orð les Martin út úr skrifum vísindamannanna: „An aggressive sperm catcher, covered with
adhesive molecules that can capture a sperm with a single bond and clasp it to the zona's surface"
(bls. 109).
47 T.d. í Fatal attraction, Basic instinct og fleiri amerískum myndum um og eftir 1990.
267