Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 270
HVAR ER DROTTNINGIN?
Rómeó og Júlía
En er skárra að karlkynið sé gert að bjargariausu fórnarlambi kvenkynsins? Scott Gil-
bert er einn þeirra sem myndi svara þessari spurningu neitandi. Hann telur að þessi
viðhorf beri keim af því stríði sem sé milli kynjanna og þarna sé enn verið að gera lít-
ið úr öðru kyninu. í bók sinni frá 1985 Developmental biology'8 reynir hann að draga
upp mynd af gagnvirku ferli í frjóvguninni sem byggist á líffræðilegum vísbending-
um um að eggið hafi áhrif á sæðið og öfugt. Þessi gagnkvæma virkni virðist eiga sér
stað í frjóvgun hjá flestum dýrum og vitnar máli sínu til stuðnings í rannsóknir Hart-
man og félaga frá 1972. Þar kom í ljós að ef stungið er í eggið geta sáðfrumurnar ekki
brotið sér leið í gegnum það því gagnkvæm virkni er nauðsynleg (BGSG,
1988-1994:9-10). Því hef ég kosið að nefna þessa útfærslu Ævintýrið um Rómeó og
Júlíu þar sem báðir aðilar eru virkir elskendur sem laðast hvor að öðrum og ef annar
deyr er hinn feigur af harmi.
ÆXLUNARFERLIÐ í KENNSLU- OG SKÝRINGARBÓKUM
I líffræði sem og öðrum greinum eru kennslubækur yfirleitt einfölduð útgáfa af öllu
fræðilegri textum. Þá reyna kennslubókarhöfundar að greina aðalatriðin í þeim og
koma þeim á framfæri til nemenda með skýringarmyndum og alþýðlegu málsniði.
Hér á eftir verður vitnað í ýmsar bækur til að sýna fram á hvernig vísindin birtast í
fræðslu- og kennslubókum. Reynt er að átta sig á hvað það er sem kennslubókarhöf-
undum finnst skipta máli að komi fram, hvaða orð þeir nota við lýsingarnar og hvaða
sjónarhorn fær mest vægi.
I gamalli fræðslubók frá 1940 eftir Jóhann Sæmundsson kemur vel fram hið fjöl-
skrúðuga líkingamál sem hefur tíðkast í lýsingum á afrekum sáðfrumunnar. í
kennslubókum sem voru gefnar út á fyrri hluta síðustu aldar fjölluðu höfundar ekk-
ert um þessa hiuti (Bjarni Sæmundsson, 1914; Ásgeir Blöndal, 1924; Sigurjón Jónsson,
1940) þar sem það þótti ekki tilhlýðilegt. Heilsufræði eftir Pálma Jósefsson (1961) var
mikið notuð kennslubók á fram á 9. áratuginn. I henni eru tvær blaðsíður sem fjalla
um kynfærin og frjóvgunina. Ferlinu er nánast ekkert lýst. í mörgum af hinum nýrri
bókum er meiri áhersla á að lýsa eiginleikum kynfrumnanna og æxlunarfærum
beggja kynja eins og t.d. í námsefninu Ltfsgildi og ákvarðanir (Forliti, Kapp, Naughton
og Young, 1991) og Heilsubót (Holm, 1996). Af eldri og nýrri bókum er því frásögn Jó-
hanns sú ítarlegasta sem ég fann og myndar góða heild. Einnig byggja nýrri bækur á
sömu hugmyndafræði og birtist í bók Jóhanns, þ.e. áhersla á hetjudáð sáðfrumunnar
og óvirkni eggsins.
Þær kennslubækur sem ég vitna í eru mikið notaðar í skólum samkvæmt síma-
könnun sem gerð var í tengslum við B.Ed.-ritgerð árið 2000 (Hrefna Pálsdóttir og
Kristvina Gísladóttir) þar sem hringt var í átta stóra skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þar
kom fram að Heilsubót (Holm, 1996), Æxlun mannsins (Hrólfur Kjartansson og Stefán
48 Fletta má upp á henni í heimildaskrá en ég vitna ekki beint í hana heldur grein á netinu sem höf-
undur hennar skrifar ásamt fleirum: (The Biology and Gender Study Group. 1988-1994:9-10).
268