Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 271
BERGLIND RÓS MAGNÚSDÓTTIR
Brynjólfsson, 1994) og Lifsgildi og nkvarðnnir (Forliti o.fl., 1991) eru mest notaðar í kyn-
fræðslu. Bókin Lífið (Roberts, 1988)J9 er grunnefni í iíffræðikennslu frambaldsskól-
anna og Lífeðlisfræði (Örnólfur Thorlacius, 1991) er notuð á náttúrufræðibrautum.
Hér verður þó á engan hátt reynt að gefa tæmandi yfirlit yfir allt sem komið hefur út
á íslensku um það sem hægt er að tengja við frjóvgunarferlið heldur reynt að vitna í
helstu bækur.50
Næstu undirkaflar byrja á bút úr lýsingu Jóhanns á frjóvgunarferlinu, þar á eftir er
umfjöllun um bútinn og inn á milli koma tilvitnanir úr nýrri bókum til að fullkomna
ævintýrið, bera saman gamla og nýja texta um sama efni og koma með nýjar viðbæt-
ur sem eru ekki í bók Jóhanns. Allar feitletranir í tilvitnunum eru mínar breytingar til
að vekja athygli á einstökum orðum.
Tvísýn hetjuför
[Frjóin] þjóta áfram með miklum hraða, sveifla halanum til og frá, bora
se'r í gegnum legmunnann og komast alla leið upp í leg. Er það óravegur
fyrir svo örsmáar verur.
(Jóhann Sæmundsson, 1940:15)
Sæðisfrumurnar eru eins og riddarar á hvítum hesti sem hafa það eina markmið í líf-
inu að bjarga Þyrnirós úr sinnuleysinu og dvalanum. Þær þjóta áfi'am með miklum
hraða og það er tekið fram hvílíkur „óravegur" þetta er fyrir þær. Sögnin að bora sér
kemur þarna fyrir í fyrsta skipti en á eftir að vera notuð oftar og virðist vera í miklu
uppáhaldi hjá kennslubókarhöfundum.
í bókinni hans Jóhanns er ekki minnst á súru fenin upp í leghálsinum en það er
gert í öðrum fræðslubókum sem víða eru til á heimilum og skólasöfnum. Hér eru gef-
in dæmi úr tveimur:
Hundruð milljóna sáðfrumna deyja í leghálsinum í súru slími sem þær
mæta þar ... aðeins ein nfhverjutn Imndrað sáðfrumum kemst inn í legið.
Þar deyja margar í viðbót úr þreytu, og örfáar komast upp í eggjaleiðara
til að leita að eggi (Vigué, 1994: 74).
Leiðin er ... krókótt og torfær vegna kirtilganga og slímhúðarfellinga sem
skipta þúsundum. Sums staðar eru eitraðar og banvænar sýrur sem ves-
alings sáðfrumurnar brenna í. [þegar þær komast út í eggjaleiðara] eru á-
fram ótal hindranir. Eggið er lítið og vel falið svo að langflestar sæðis-
frumurnar ná aldrei takmarki sínu heldur lognast út af á þessu ferða-
lagi, gefnst upp og deyjn með hörmulegum hætti.
(Óttar Guðmundsson og Erna Einarsdóttir, 1993:35)
49 Lífið kom síðast lit 1997 sem sýnir að hún er enn notuð af krafti. Ég vitna hins vegar í eintak frá
1988.
50 Gerð kennslubóka er ábyrgðarhluti. í rannsókn sem Ingvar Sigurgeirsson gerði 1994, á kennslu-
háttum kom fram að námsbækur eru gjarnan grundvallarefni í kennslu bóknámsgreina. (Ingvar
Sigurgeirsson 1994:118). Það er ljóst að efni þeirra og framsetning skipta máli þar sem þær ráða
ferðinni í kennslunni.
269