Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 273
BERGLIND RÓS MAGNÚSDÓTTIR
(1995:685).51 Þau vitna einnig í spænskan kvensjúkdómafræðing sem taldi að ekkert
egg gæti streist á móti kröftugri sáðfrumunni.52 Hér verður samlíkingin við stefnumót
kynjanna afar ógeðfelld. Felst þá í björguninni einhvers konar nauðgun sem er þá
óhjákvæmileg og jafnvel upphafin?53
I nokkrum bókum er greint frá því að kynfrumurnar sameinist hvor annarri eða
renni saman (Parker, 1993; Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir,
2001; Rannveig Andrésdóttir, 1993; Hrólfur Kjartansson og Örnólfur Thorlacius,
1983). Tvær síðastnefndu bækurnar eiga það sameiginlegt að fjalla almennt um æxl-
un lífvera. Ef til vill er auðveldara að viðurkenna virkni eggfrumunnar í dýrum en
mönnum. Ein bók sker sig þó úr. Það er sænska bókin Maðurinn: líkaminn í mdli og
myndum (Bergqvist, 1985:94). Þar segir: „Sáðfrumurnar sogast og synda sjálfar upp í
eggjaleiðarann, þar sem einni þeirra er leyft að frjóvga eggið" og „eggið hittir sáð-
frumuna" en ekki öfugt. Ekki veit ég til þess að hún sé notuð í kennslu. Þetta er eina
bókin sem ég skoðaði þar sem eggið er ótvírætt einnig gerandinn. Sáðfruman fær
leyfi til að frjóvga eggið. Hér er því ekki um nauðgun að ræða. Orðnotkun þessara
bóka er í þá átt að lýsa stefnumótinu út frá virkni beggja kynfrumna þar sem sam-
komulag er um verknaðinn.
Sigurvegarinn hreppir jómfrúna
Síðasti búturinn úr bók Jóhanns og þar með sögulok eru eftirfarandi:
Jafnskjótt og eitt frjó hefur borað höfði sínu í gegnum egghimnuna inn í
frymi eggsins, er sem eggið sé brynvarið gegn öllum frekari áhlaupum, og
fleiri frjó komast eigi inn í það. Höfuð sigurvegarans grefur sig dýpra og
dýprn inn i eggið, en halinn dettur af, strax og höfuð, háls og bolur eru
komin inn fyrir múrinn.
(Jóhann Sæmundsson 1940:15)
Prinsessan vaknar við snertingu sem um leið leysir hana úr álögunum. Þegar sá eini
sanni hefur komist inn fyrir „múrinn" (sem umlykur höllina ef vitnað er í Þyrnirós)
er vonlaust fyrir aðra riddara að reyna að komast í gegn. En það er ekkert verið að
gera of mikið úr þeim mætti og virkni prinsessunnar. Oftar er sjónarhorninu frekar
beint að skírlífi þess og að það sé aðeins einum þóknanlegt. Sem dæmi um það lief-
ur orðið messuklæði verið notað um egghimnuna sem tekur við af hjúpnum (BGSG,
1988-1994:3) og til að undirstrika að þetta er alvöru prinsessa eru bifhárin sem um-
lykja eggið stundum kölluð geislakóróna (Vigué, 1994:75).
51 Fyrirsögnin á frönsku „Le viol de l'ovule" og í enskri þýðingu Wagners o.fl.: „The rape of the
ovurn" (bls. 685).
52 í þýðingu Wagners: „There is no ovum vvhich resists a vigorous sperm" (bls. 684-685)
53 Viðurkennd og upphafin nauðgun á sér t.d. stað í íslenskum fornbókmenntum. Þegar Sigurður
fáfnisbani ætlaði að sanna sig, þ.e. karlmennsku sína og vald sitt, risti hann brynjuna af sofandi
valkyrju, komst yfir hana og fékk um leið vísdóm hennar. Úr nauðguninni blómstraði afkvæmi
(Helga Kress, 1993:76-77).
L
271