Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 275
BERGLIND ROS MAGNUSDOTTIR
Meiósuskiptingunum lýkur báðum á nokkrum sólarhringum og sáð-
frumur myndast þar án afláts frá kynþroska fram á elliár, enda endur-
nýjast sáðmóðurfrumurnar allan þennan tíma við mítósuskiptingar í
sáðpíplunum. (örnólfur xhorlacius, 1991:205)
Þessi texti byrjar vel, það ríkir bjartsýni og upphafning. Hér er um að ræða endurnýj-
un og stöðuga framleiðslu. En lítum á framleiðslugetu kvenkynsins:
Hins vegar eru allar eggmóðurfrumurnar í eggjakerfum stúlkubarns
komnar fram snemma á fósturskeiði - og raunar mun fleiri en pörfverð-
ur jyrir; flestar hrörna án þess úr þeim myndist egg ... þá eru í báðum
eggjakerfunum nokkur hundruð þúsund eggmóðurfrumur, en þegar
stúlkan nær kynþroska eru aðeins nokkrir tugir þúsunda eftir ... í einu
ári eru um 13 tíðamánuðir, og kynþroskaskeið konunnar er 30-40 ár,
þannig að af þeitn hundruðum þúsunda af eggmóðurfrumutn sem hefja
meiósuskiptingu ífóstrinu, ná kannski 400-500 egg þroska, og mun færri ef
konan gengur með mörg börn.
(Ömólfur Thorlacius, 1983:293-294)
Strax og talið berst að egginu gætir vonbrigða í orðavali. Það er ekki um framleiðslu
að ræða. Eggin eru til staðar frá fæðingu og meira að segja mun fleiri en þörf er fyr-
ir. Hér eru kynfrumurnar of margar og hlutverk þeirra flestra er að hrörna og deyja
af augljósum ástæðum. Þetta er ekki bjart. Engin framleiðsla, örfá egg ná einhverjum
þroska og hrörnun er nánast óhjákvæmileg. Ungum stúlkum í framhaldsskóla er
gerð mjög góð grein fyrir því að í kynkerfi þeirra á sér stað stöðug hrörnun á meðan
ungir piltar búa við mun betri kost því það er eins og það eigi ekki við um flestar sáð-
frumur sem framleiddar eru að hrörna og deyja. Hvergi í bók Örnólfs er minnst á þá
hrörnun sem verður ef ekki verður sáðfall í langan tíma eða þau fjöldamorð sem
verða á trilljónum sáðfruma hjá hverjum manni við hvert sáðlát sem er þó ekki alltaf
ætlað til fjölgunar mannkyns. Það er ekki sóun og því virðist vera að sáðfrumur séu
ekkert endilega framleiddar til að frjóvgast. Öðru máli gegnir um eggið. Það verður
að bjarga því frá hrörnun og það er aðeins ein leið til þess; frjóvgun sem um leið
minnir okkur á speki Aristótelesar sem rædd var í fyrsta kafla, að konan er sköpuð
til að færa manni sínum niðja. Skilaboðin eru tvenns konar. Annars vegar er kynkerfi
kvenna ófullkomnara þar sem búið er að framleiða allar kynfrumur við fæðingu og
ekkert annað liggur fyrir flestum þeirra en að hrörna og eyðast. Hins vegar er hægt
að bjarga einhverju af þessu með frjóvgun og þannig sætta sig við ófullkomnunina.
í endurbættri útgáfu höfundar hefur hann hnikað til textanum um kynkerfi
kvenna og aðeins dregið úr hástemmdri undrun og vonbrigðum en boðskapurinn er
enn sá sami:
[Eggvísunum] fækkar ört svo að við kynþroska eru aðeins um 400.000
eftir. Enn heldur eyðingin áfram og þegar frjósemiskeiði konun[n]ar lýk-
ur, við tíðahvörfin, eru verðandi eggfrumur að mestu uppurnar.
(Ömólfur Thorlacius, 1991:202)
273