Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Qupperneq 276
HVAR ER DROTTNINGIN?
Mikið pláss fer í að fjalla um framleiðsluvirkni í bók Örnólfs og umhugsunarefni
af hverju lögð er svona mikil áhersla á það. E.t.v. er þetta góð vísbending um að þær
rannsóknarspurningar sem rannsakandi leggur upp með eru mótaðar af kyni hans
því framleiðsluvirkni er eitt af megineinkennum á kynkerfi karla. Kennslubókarhöf-
undar matreiða svo þessar niðurstöður. Aðeins ein skýringarbók minntist á eyðingu
sáðfrumnanna: „Ef þeirra er ekki þörf til að frjóvga egg, deyja þær og eru teknar upp
af líkamanum" (Parker, 1990:50). Þar voru þó ekki notuð hástemmd orð eins og
eyðing og hrörnun.
Hvar er drottningin?
Hér verður örstutt fjallað um þau heiti sem finna má víða í kennslubókum um kyn-
færin. Þetta er stór málaflokkur sem eflaust mætti gera bók um en hér verður rétt
drepið á nokkrum atriðum.
I lýsingum á kynfærum kvenna eru oft notuð orð sem fela í sér hlutlausa eða nei-
kvæða merkingu en hjá körlum eru orðin frekar hlutlaus eða upphafin. í kynfærum
kvenna eru húðfellingar, súrt slím, vessar, legslíma, vökvafylltar blöðrur, snípur, leg-
háls og eggjastokkar sem „skaga út úr" einhverri heild og þar er eilíf hrörnun. Ef
gluggað er í texta karlkynfæra eru forhúð, kirtilrásir, sáðpíplur, eistnalyppa, hvekk-
ur, sáðblöðrur, sáðvökvi (af hverju ekki sáðvessi eða sáðslím?), forhúð, og reðurhúfa
og þar er stöðug framleiðsla (Örnólfur Thorlacius, 1991:202-206). í sumum bókum er
reðurhúfan nefnd kóngur (Roberts, 1988:338) og talað er um þensluhólf typpis í
Heilsubót (Holm, 1996:93).
Samkvæmt íslenskri oröabók (1993) eru tvær útskýringar á orðinu snípur. í fyrsta
lagi er það „getnaðarlimur, reður" og í öðru lagi kemur fram að hann sé „húðsepi yst
í kynfærum flestra kvenspendýra". Snípur er sem sagt samheiti yfir sambærilega
hluta af æxlunarfærum karla og kvenna en sjaldnast notað sem slíkt. í íslenskri orð-
sifjabók eftir Ásgeir Blöndal (1989) kemur fram að á færeysku þýðir snípur hvasst nef,
á nýnorsku er það trantur eða grönn kona og á sænsku „horn eða skaut á dúk eða
flík, lítill bátur með hátt og hvasst stefni, smávaxin gedda". Þessar útskýringar til-
heyra e.t.v. frekar kvennasamfélaginu og fæstir karlmenn nú til dags myndu vilja
líkja lim sínum við litla báta, granna konu eða smávaxna geddu. Þetta bendir því til
að orðið hafi fyrst og fremst verið tengt við kvenkynfærið og því hafa önnur orð, öllu
valdsmannslegri nöfn, verið notuð um lim karlmannsins. Kóngur, næmasti hluti
hans, er þó það nafn sem ótvírætt ber höfuð og herðar yfir önnur nöfn limsins og
undirstrikar hin ólíku viðhorf til kynfæranna og þar með kynjanna. Ekki hefur a.m.k.
hingað til þótt ástæða til að kalla sambærilegan hluta af kynfærum kvenna drottn-
ingu en ég legg það hér með til.
274