Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 7
Þorgils gjallandi.
i.
Árið 1882 var lítið og þunt kver sent norður um haf
til íslands af nokkrum íslenzkum stúdentum í Kaup-
mannahöfn, sem setið höfðu við fætur meistarans
Georgs Brandesar og numið af honum hinn nýja
boðskap raunsæisstefnunnar eða realismans. Þetta
kver var tímaritið „Verðandi“, og flutti það mönnum
meðal annars fyrstu sögu Gests Pálssonar, „Kærleiks-
heimilið“, og eina af fyrstu sögum Einars Hjörleifsson-
ar, „Upp og niður“, auk kvæða eftir Hannes Hafstein
og Bertel Ó. Þorleifsson. „Verðandi" kom víst í lítilli
þökk flestra mentamanna, nema helzt þeirra Jóns Olafs-
sonar (í Skuld) og Jónasar Jónassonar (í Þjóðólfi) ;
þeir voru báðir sýnilega kunnugir stefnunni, enda tóku
báðir brátt að setja saman sögur í þeim anda, með efn-
um úr daglegu lífi og heldur frá skuggahliðum þess. Jón
skrifaði „Eyvind", um frjálsar ástir, en Jónas smásögur
í „Iðunni“ árin 1885—90, og þær sumar góðar, þótt
aðrar væri alt of hversdagslegar; en allar voru þær
meira eða minna beizkar ádeilur á rótgrónar, rotnar
venjur í lífi manna á milli í íslenzku sveitunum. —
„Verðandi'* varð bráðkvödd, en stúdentarnir reyndu
aftur með nýju tímariti, „Heimdalli", 1884. í því
voru meðal annars tvær sögur eftir Einar Hjörleifsson:
„Sveinn káti“, um gamlan karl, sem hann hafði þekt í
æsku, og „You are a humbug, Sir!“, þar sem Einar
reynir að hneyksla fólk á þessari gömlu og góðu venju
prestanna, að taka menn til bæna. Annars var Einar þá
Iöunn XIX 1