Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 8
2
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
á förum vestur um haf (1885), en Gestur var þá kom-
inn til íslands (1882) og lentur út á galeiðuna í Reykja-
vík, lifandi dæmi realismans, eins og óvinir hans hugs-
uðu sér hann um þær mundir. En þrátt fyrir pólitískan
og menningarlegan andróður og andleysi Reykjavíkur,
skrifaði Gestur sögur sínar og fyrirlestra á árunum 1883
—88; þær voru að vfsu hvorki margar né miklar, en
snildarbragð þeirra skipaði honum fremst á bekk þeirra,
er þá fengust við skáldsagnagerð f landinu. Hann bar
langt af þeim Jónasi og Einari — alt þar til Einar skrif-
aði ,,Vonir“ 1890 — og öðrum var ekki til að dreifa úr
flolcki raunsæismanna. Aftur á móti hafði frú Torfhild-
ur Hólm gert öllum þessum mönnum skömm til í vinnu-
brögðum, rutt úr sér tveimur stóreflis skáldsögum,
„Brynjólfi biskupi" (1882) og „Eldingu“ (1889), auk
smásagnasafna, sem ein fyrir sig mundu samsvara því,
sem hver hinna þriggja hafði frá sér látið þennan tíu
ára tíma. Að vísu settust þeir raunsæis-mennirnir niður
og skrifuðu langa og ítarlega refsidóma um þessar miklu
bækur Torfhildar, en enginn vafi er á því, að alþýða
manna tók bókum hennar vel, og Brynjólfur biskup a.
m. k. varð vinsæl bók af alþýðu. — Svo að eftir nær
tíu ára skrif um raunsæisstefnuna með og móti, mátti
mönnum virðast hún fremur fátækleg, þegar dæmt var
eftir ávöxtum hennar, en ekki eftir trúboðs- og varnar-
ræðum leiðtoganna. Þar við bættist, að þeir höfðu eng-
an bilbug unnið á hinum eldri mönnum, Gröndal, Matthí-
asi og Steingrími — mönnum, sem þjóðin leit upp til svo
sem höfuðskálda sinna, og það með réttu. Verst af öllu
fyrir viðgang stefnunnar voru þó kannske afdrif leiðtog-
anna, Gests og Bertels 0. Þorleifssonar. Eigi aðeins það,
að þeir hefðu getað átt margt og mikið eftir óskrifað,
hefðu þeir lifað, sérstaklega Gestur, heldur var líf þeirra