Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 9
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
3
og fráfall mecS þeim hætti, að skikkanlegt gamaldags
fólk hlaut að krossa sig og þakka guði fyrir, að hann lét
þá ekki Iifa lengur til að fordjarfa æskulýðinn og leiða
hann á glapstigu.
II.
Raunsæisstefnan átti þannig enn undir högg að sækja
á íslandi um og eftir 1890. En þá bættist henni liðsmaS-
ur úr óvæntri átt.
Vorið 1892 kom út lítil bók í Reykjavík undir nafn-
inu ,,0fan úr sveitum, fjórar sögur eftir Þorgils gjall-
anda“. Þrjár þessara sagna voru stuttir þættir: „Leidd
í kirkju“, „Séra Sölvi“ og „Ósjálfræði'*. Aðeins síðasta
sagan: „Gamalt og nýtt“, var tilraun til þess að skrifa
stutta skáldsögu (novelette). Allar þessar sögur sóru
sig í ætt til þess, er hinir raunsæismennirnir höfðu látið
frá sér íara. Hér var ráðist á klerka, kirkju og hræsnis-
fulla vanatrú, sem les „Péturspostillu á hverjum sunnu-
degi alt árið í kring og á hverjum degi frá veturnóttum
til sumarmála, sömu hugvekjurnar vetur eftir vetur*1.*)
Prestarnir leiða húsfreyjurnar með virktum í kirkju og
hreinsa þær svo, að gömlum Gyðingasið, eftir barns-
burð, af því að þeir fá borgað fyrir það; en stúlkukind-
ur, sem átt hafa króa í lausaleik, mega ganga óhreinar tii
dómsdags; því hver borgar fyrir þær? Mundu þær þó
ekki að öllum jafnaði fremur þurfa á samúð guðs og
manna að halda en húsfreyjurnar? — En prestarnir hafa
eitthvert undralag á því að láta almúgann fórna sér jafn-
*) Ofan úr sveitum, 1—2. Þingeyingar höfðu þá enn ekki
fengið Pálspostillu (1894) — þetta „sorglega teikn tímans“,
að dómi sr. Jóns Helgasonar og fleiri kennimanna — ekki þó
Matth. Jochumssonar.
1*