Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 10
4
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
vel sfSasta skildingnum meS þökk og heiðri, þótt ekkert
komi í staðinn nema orð, oft innantóm og stundum vís-
vitandi login (Séra Sölvi). — Þessa vandlætingu við
prestana út af ósamræminu í kenningum þeirra og líf-
erni munu íslendingar helzt hafa lært af norsku skáld-
unum, Ibsen (Brandur) og Kielland," ) en bak við hana
stóð hin hrópandi rödd spámannsins Sören Kierkegaard
í „Enten EIler“ o. fl. ritum, sem annars virðast hafa ver-
ið lítt lesin á íslandi. — En merkilegust af smásögunum
var tvímælalaust hin þriðja, um „Ósjálfræði" í ástum.
Hún segir í fám orðum sögu hjóna, sem unnast svo heitt,
að þau geta ekki — þrátt fyrir læknisbann — stilt sig
um að eignast tíunda barnið, en það ríður móðurinni að
fullu. Hér er í fyrsta sinn í íslenzku skáldriti undrast yfir
„þessari vitlausu ást“, sem hleypur með menn rétt eins
og engin skynsemi sé til, og Þorgils átti eftir að hugsa
og tala meira um hana.
í „Gamalt og nýtt“ ræðir höfundurinn hina gömlu og
nýju hjónabands-siðfræði. Hin gamla siðfræði beygir sig
undir boðorðið: „Það, sem guð hefir samtengt, má mað-
urinn ekki sundur skilja", hvernig sem á stendur; að
hennar dómi á hjónaband að vera sama og ást, og ef
það reynist ekki rétt vera, lokar hún bara augunum og
segir: „Uss — tölum ekki um það“. Hin nýja siðfræðin
er kröfuharðari fyrir hönd einstaklingsins en stofnunar-
innar. Hennar fyrsta boðorð er: ekkert hjónaband án
ástar, og afleiðing þess: verði ástin úti á ísum hjóna-
bandsins, þá sé hjónabandinu slitið, svo og ef annar-
hvor aðila af einhverjum fullgildum ástæðum vill hafa
skilnað.
*) Sjá grein mina: Alexander Kielland og Gestur Pálsson,
Eimreiðin XXXIX, 359—372.