Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 11
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
5
Þorgils lætur að sjálfsögðu prest vera fulltrúa hins
gamla. Séra Guðni er samskonar skinhelgur poki og séra
Sveinn, hugsunarlaus vanaþræll í boðskap sínum, mein-
laus heldur í umgengni og dagfari, en þó smásyndugur
á vín- og kvenhöndina, en þrátt fyrir alt uppáhald safn-
aðarins, sem í öllu fylkir sér undir hið gamla merki. Ný-
kominn í sóknina fær hann ungrar, gáfaðrar og r í k r a r
konu, sem lætur glepjast af vinsældum og glæsileik unga
prestsins. Ungu hjónin eignast erfingja, og alt virðist
benda til lukku og blessunar í þessu fyrirmyndar-hjóna-
bandi. Ef presturinn hefði bara ekki gefið sér heldur
lausan tauminn. En þegar konan kemst að því fyrst, að
hann trúir engu af því, sem hann boðar svo fagurlega í
stólnum, — næst, að honum þykir stundum vænna um
flöskuna en hana sjálfa, — og loks, að hann á fundi við
vinnukonuna frammi í fjósbás — þá er ást hennar lok-
ið, og hugur hennar snýst allur í gagnrýnisátt, eigi að-
eins gegn séra Guðna, heldur einnig gegn allri hinni vana-
föstu, hugsunarlausu lífsskoðun, sem átti hann að full-
trúa sínum. Astæðurnar til þessarar vakningar standa
að vísu dýpra en í ótrygð prestsins, þær liggja að nokkru
leyti í uppeldi hennar. Hún hefir verið undir handarjaðri
annars prests — manns, sem sagði af sér prestskap af
því, að trú hans og samvizka voru ekki lengur í sam-
ræmi við kenningu kirkjunnar. Þessi maður, sem fórnað
hefir brauði sínu á altari sannleikans, er andstæða séra
Guðna, og ekkert er eðlilegra en að hin svikna kona leiti
sér halds og trausts hjá þessum fornvini sínum og kenn-
ara. í raun og veru hefir hann alt af tilbeðið þessa and-
legu fósturdóttur sína úr fjarlægð, en nú, þegar hún flýr
aftur á náðir hans, logar upp úr ástinni milli þeirra. Og
nú hefst sóknin á hin fornhelgu vé hjónabandsins. Frú
Sigríður krefst skilnaðar, en séra Guðni er þess ófús,