Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 13
IÐUNN
Þorg-ils gjallandi.
7
Það var meira en lítiS kynlegt að heyra þessar ný-
móðins erlendu kenningar fluttar af manni, sem sagt var
að væri bóndi uppi í Mývatnssveit og hefði aldrei á skóla
komið né heldur út fyrir landsteinana. Þó var þessi mað-
ur nákunnugur höfundum hinnar nýju stefnu, og það
ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur einnig í öðrum og
stærri menningarlöndum álfunnar. Menn brostu að vísu
hæðnislega að fordild höfundar og ósmekkvísi, þar sem
hann lætur persónur sínar lesa og dæma bækur eftir
Björnson („Magnhild" (1877), „Á guðs vegum"
(1889), Lie („Den Fremsynte" *) (1870), „En Mal-
ström (1884), Strindberg („Isbrud“ (1884), „Giftas“
(1884—86), Spielhagen („Probíematiske Naturer"
(1889—91) og jafnvel Max Nordau („Moderne Sam-
1892 (Vald. Ásmundss.), Þjóðólfur 9., 20. sept. 1892 (Hann.
Þorst.?), Lögberg 13. ág. 1892 (E. Hjörl.), Stefnir 13. febr.
1893, Sunnanf. II., 27—28 (1892). — Af þessum dómum var
dómur Matthíasar hinn víðsýnasti og sanngjarnasti, þó þykir
honum höfundur fara of langt gegn hjónabandinu. Valdimar
Ásmundsson lofaði samsýslung sinn og skoðanabróður um of.
Hannes Þorsteinsson( ?) taldi kverið gallað að skoðunum og
list, hneykslaðist á ummælum höfundar um Péturspostillu,
taldi „Ósjálfræði“ litt merka sögu, og kátbroslega þá skoðun,
að barneignir hjóna standi í beinu sambandi við heita ást
þeirra. „Þessi skoðun er víst ekki almenn hér á landi, að því
er oss er kunnugt“. Þá andmælir hann fríþenkiríi þeirra real-
istanna og einkum árásinni á hjónabandið með rökum; að lok-
um fann hann að persónulýsingum, máli og stíl. — Merkileg-
ur var ritdómur Einars Hjörleifssonar, og verður að honum
vikið síðar.
*) „Fjarska munur er á þessari sögu og sögum Torfhild-
ai'“, segir Sigríður; „ef menn rituðu svona hérna, hlyti það
þó að hafa einhver góð áhrif“.