Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 14
8
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
fundslögne (1883).*) Hvaða vit var í því að ætla
íslenzkum sveitamönnum að lesa og svo að segja lifa í
ritum, sem mentamennirnir mundu hugsa sig tvisvar um,
áður en þeir leyfðu sér að líta í þau. Slíkar bækur voru
,,Þjóðfélagslygar“ Nordaus („Konventionelle Zeitlögen“
(1883)), sem farið höfðu eins og logi yfir löndin, þrátt
fyrir ímugust og bann valdhafanna, og ,,Kvonföng“
Strindbergs („Giftas“ I og II, 1884 **) og 1886), ógur-
leg bók á þeim tímum, eins og menn geta gert sér í
hugarlund af því, að alt það, sem Laxness sagði hneyksl-
anlegast um konuna í „Vefaranum mikla frá Kasmír“
(1927), stendur svart á hvítu í „Giftas“ II (1886).
Annars verður þess lítt eða ekki vart, að Þorgils hafi í
raun og veru orðið fyrir áhrifum frá „Giftas“ (II a. m.
*) Sumar af þessum bókum eru langt frá því að vera
laust prjál á sögu Þorgils, heldur notar hann þær sem hlekki
í atburða-keðju sögunnar. Svo er t. d. um „En Malström“ og
„Á guðs vegum“. Hin síðarnefnda lýsir afdrifum konu, sem
hefir verið gift ung af praktiskum ástæðum hálfdauðum
karli. Ungur læknir fær ást á henni, rífur hana frá heimil-
inu og giftist henni. En guðhrætt fólk og almannarómur for-
dæmir hana, og verður það hennar bani. í „En Malström" er
kona gefin gömlum manni til fjár, hún ann yngri manni, og
þegar karl hennar kemst að því, hengir hann sig. Nú ættu
þau að geta tekið saman, en svo er ekki. Bæði hefir hún sam-
vizkubit af dauða karlsins, og nú vill ættin ekki láta hana
gifta sig, til þess að missa ekki eignir hennar. En svo fer
ættin á hausinn, þrátt fyrir hjálp hennar, og þá kennir hún
sig fría. En þá hefir unnusti hennar gift sig, af því hún gaf
honum aldrei neina von. — Þessar tvær bækur sendir Þórar-
inn Sigríði og biður hana að hugsa vandlega, hvað í þeim
felist. Sigríður er í vafa, hallast helzt að lausninni í „En
Malström“. Þó fer á hinn veg að lokum, eins og áður er sagt.
**) Kenningar Strindbergs í formálanum fyrir „Giftas“ (I)
voru prentaðar upp í IX liðum í Fjallkonunni 16. marz 1885.