Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 16
10
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
k.), en hann Iætur Steinar á Brú, einkavin þeirra Þórar-
ins og SigríSar, falast eftir þessum bókum Nordaus og
Strindbergs: „Ég held það séu bækur, sem krassa ofur-
lítiS og kunni aS opna augun á mönnum fyrir, hvernig
mannfélagsskipunin er“. — Kunnugir sögðu, aS Steinar
væri allnákominn föSur sínum, höfundinum, og það er
alls ekki ólíklegt, aS Strindberg hafi hjálpaS nokkuS til
aS ljúka upp augum hans fyrir eSli ástarinnar; og á ein-
um staS (bls. 73) segir hann, fyrir munn Þórarins, aS
ástarjátning Emilés í ,,Isbrud“ eftir Strindberg sé þaS
bezta, sem hann hafi séS um þesskonar. Hinsvegar er
Þorgils langt frá því aS áfellast konuna fyrir leti og jafn-
réttisbrauk, eins og Strindberg gerSi; hann hefir sam-
úS norsku skáldanna meS kjörum hennar, lítur svo á,
aS sama kynferSis-siSaboS eigi aS gilda fyrir karl og
konu, og deilir á hinar háspentu rómantísku kröfur, sem
skáldin og almenningur geri til heilagleika hennar, —
þvert ofan f lífsreynsluna. Falli hún af þessum goSa-
stalli, þá verSur fall hennar tiltölulega alt of mikiS. Þess
vegna ræSur hann til sammnga til 3—3 ára, í staS hins
æfilanga fjöturs hjónabandsins.
IV.
En þessi höfundur verSur fyrst skiljanlegur, ef menn
sjá hann meS hina merkilegu þingeysku menningu átt-
unda og níunda tuga aldarinnar í baksýn.
Eftir hina pólitísku vakningu Jóns SigurSssonar um
miSja öldina fer aS losna um hugi manna í Þingeyjar-
sýslu. Frelsi og sjálfstæSi eru kjörorSin, sem menn
fylgja, fyrst og fremst á sviSi stjórnmálanna, en bráS-
um einnig á öSrum hversdagslegri sviSum, þar sem
skórinn kreppir. Því eins og ávalt er þaS óánægjan meS
lilveruna, sem hrindir breytingunum af staS. Þeir óþolin-