Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 17
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
11
móðustu stökkva úr landi, til Ameríku (ca. 1860), aðrir
taka að leita lags til umbóta á öllum sviðum, fyrst og
fremst með frjálsum samtökum í stjórnmálum (Þjóð-
vinafclagi'S, 1869—71), í verzlunarmálum (Kaupfélag
Þingeyinga, 1881—82), í bættum vinnubrögðum (tó-
vinnuvélar Magnúsar Þórarinssonar, um 1881) og kyn-
bótastarfsemi. Á andlega sviðinu er fyrst og fremst kraf-
ist meiri og betri mentunar. Þessi krafa hrindir af stokk-
unum fyrsta alþýðuskólanum, í Laufási ( 1883—84),
og nokkru síðar (1888) hinni merkilegu stofnun bóka-
félagsins „Ófeigur úr Skörðum og félagar“, en þetta
lestrarfélag var að sínu leyti eins merkilegt fyrir and-
legt líf sýslunnar eins og kaupfélagið reyndist fyrir fjár-
hagslega afkomu hennar. Það var þetta félag — eða
fyrst og fremst aðalfrumkvöðull þess, Benedikt Jónsson
á Auðnum (f. 28. jan. 1846), sem veitti erlendum
menningarstraumum milliliðalaust inn í íslenzku sveit-
ina. Það var það, sem kendi Þingeyingum deili á sósíal-
isma og samvinnu; það var það, sem flutti þeim real-
istisku stefnuna í skáldskap og andlegum málum, kendi
þeim að gagnrýna kirkjuna og mikið af boðskap henn-
ar, eins og t. d. helgisögurnar um Jesú, friðþægingar-
kenninguna, helvítiskenninguna o. s. frv., opnaði á þeim
augun fyrir ósamræminu í kenningum og breytni prest-
anna og loks vakti hjá þeirra beztu mönnum nægilega
ólgu í sálinni til þess að þeir þoldu ekki við og fóru að
skrifa.
V.
Þorgils gjallandi varð fyrstur til að kveða upp úr með
*,0fan úr sveitum“. Hann var annars, eins og sögurnar
sögðu, mývetnskur bóndi, Jón Stefánsson að nafni, fædd-
ur (1851) og upp alinn í sveitinni af fátækum foreldr-