Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 18
12
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
um, en í ættartengslum við merka menn (Jón í Múla,
Skútustaðamenn: séra Arna Jónsson, Sigurð Jónsson,
síðar ráðherra). Enn fremur var hann mikill vinur Pét-
urs á Gautlöndum Jónssonar og Benedikts á Auðnum og
naut þeirra að um bækur; auk þess var gamalt lestrar-
félag í sveitinni, eldra en bókafélag það, er þeir Bene-
dikt á Auðnum stofnuðu. Jón misti foreldra sína ungur,
var í misjöfnum vistum, unz hann kvæntist og reisti ein-
yrkjabú 1877 á Skútustöðum og fleiri bæjum, síðast á
Litluströnd (1889), þar sem hann bjó til dauðadags
(23. júní 1915).*) Alla æfi var hann verkmaður góð-
ur og búmaður, sérstaklega natinn fjárhirðir og elskur
að gripum sínum yfirleitt, ekki sízt hestunum, eins og
sögur hans bera vott um.
Hann var nálægt fertugu — vorið 1890 •— þegar
hann hóf að skrifa smásögur sínar. Það er sagt, að hann
stæði yfir ám sínum þá um vorið og hefði hitasótt af
inflúensufaraldri, sem þá gekk. Með hitasóttina í blóð-
inu og höfuðið fult af ásæknum hugmyndum gekk hann
heim að Gautlöndum og trúði Pétri, vini sínum, fyrir því,
að hann væri víst að verða vitlaus, því hann gæti ekki
að sér gert að vera að setja saman sögur. Sýndi hann
þá Pétri smásöguna „Leidd í kirkju“, sem var frumsmíð
hans í sagnagerðinni. Áður hafði hann að vísu tekið til
orða með hvassyrtri ádeilugrein í sveitablaði þeirra Mý-
*) Um æfi Jóns Stefánssonar sjá: Þorgils gjallandi, eftir
Guðm. Friðjónsson, Eimr. 1909, 15., 99—108. Þorgils gjall-
andi, eftir kunnugan, Óðinn 1915, 11., 41—43. Jón Stefáns-
son — Þorgils gjailandi, eftir Þórólf Sigurðsson frá Baldurs-
heimi, Skírnir 1917, 91., 160—177 [bezt og fylst]. Tveir Þing-
eyingar: I. Þorgils gjallandi, II. Sigurbjörn Jóhannsson frá
Fótaskinni, eftir Guðm. Friðjónsson, Tímarit Þjóðræknisfé-
iags íslendinga, VIII, ár (1926), bls. 16—25.