Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 19
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
13
vetninga, ) en annars var hann hæglátur hversdagslega,
óáleitinn, en fastur fyrir og skapiS logandi undir kulda-
brynjunni. Sjálfur skrifaSi hann um þessar fyrstu sögur
sínar: ,,í huga mínum var uppreisn og ólga gegn ýms-
um venjum og kreddum. Ég gat ekki þagaS. Þá sköp-
uSust sögurnar. Ósjálfrátt varS söguformiS hendi nær
en ritgerSarsniSiS. Dæmin voru nóg til aS benda hugan-
um í áttina. Þó tók ég ekki neinn einstakan mann til
framleiðslu“.’f * **))
Þessi síðustu orð benda til þess, hvernig umhverf-
ið hafi orðið honum að yrkisefni. Það voru sýnilega
prestarnir, sem helzt fóru í taugarnar á honum, því að
hann þoldi ekki hræsni þeirra eða, með vægari orðum,
ósamræmið í kenningum þeirra og breytni. Þar næst
ástamál og hjónabönd. Kunnugur segir, að hann hafi
þótt nokkuð gjálífur í æsku, en sjálfur segist hann hafa
verið blóðheitur. Hann hefir eflaust sannað hina stjórn-
lausu ást á sjálfum sér. Hins vegar var nóg annars af
dæmum um hjónabandsbrot og framhjátökukrakka, þótt
hjónaböndin héldu aðiljunum. Um sjötta boðorðið segir
Guðm. Friðjónsson (í Eimr. 1906, 12., 17): „Það er
skjótast sagt um þetta boðorð, að það hefir verið brot-
ið oft hér um slóðir, og þó oftar og meira áður en nú.
Gamlir og gildir bændur, sem nýlega er búið að halda
yfir ljómandi húskveðju, höfðu það fyrir reglu að hafa
vmnukonur sínar fram hjá, hverja af annari, og átti
sami bóndinn stundum 3—5 börn fram hjá, sem hann
kendist við, en hálfrefi tel ég ekki. Þetta er nú farið að
iagast, til mikillar gleði fyrir marga konu“. Annars
*) Sveitablöð byrjuðu að koma út 1 Mývatnssveit um 1873.
**) Áritunarorð með „Ofan úr sveitum", prentuð aftan
við Ritsafn I., Ak. 1924.